BIBLÍUSKÝRINGAR
1. MÓSEBÓK
2. lestur:
4. - 6. kap.
Kain og Abel
1.Mos. 4:1-16.
1M 4:1. | Maðurinn kenndi konu sinnar Evu, og hún varð þunguð
og fæddi Kain og mælti: "Sveinbarn hefi ég eignast með hjálp Drottins." |
1M 4:2. | Og hún fæddi annað sinn, bróður hans, Abel. Abel varð hjarðmaður, en Kain jarðyrkjumaður. |
1M 4:3. | Og er fram liðu stundir, færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. |
1M 4:4. | En Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og af feiti þeirra. |
1M 4:5. | Og Drottinn leit með velþóknun til Abels og fórnar hans, en til Kains og fórnar hans leit hann ekki með velþóknun. Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur. |
1M 4:6. | Þá mælti Drottinn til Kains: "Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? |
1M 4:7. | Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur, en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?" |
1M 4:8. | Þá sagði Kain við Abel bróður sinn: "Göngum út á akurinn!" Og er þeir voru á akrinum, réðst Kain á Abel bróður sinn og drap hann. |
1M 4:9. | Þá sagði Drottinn við Kain: "Hvar er Abel bróðir þinn?" En hann mælti: "Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?" |
1M 4:10. | Og Drottinn sagði: "Hvað hefir þú gjört? Heyr, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðinni! |
1M 4:11. | Og skalt þú nú vera bölvaður og burt rekinn af akurlendinu, sem opnaði munn sinn til að taka á móti blóði bróður þíns af þinni hendi. |
1M 4:12. | Þegar þú yrkir akurlendið, skal það eigi framar gefa þér gróður sinn. Landflótta og flakkandi skalt þú vera á jörðinni." |
1M 4:13. | Og Kain sagði við Drottin: "Sekt mín er meiri en svo, að ég fái borið hana! |
1M 4:14. | Sjá, nú rekur þú mig burt af akurlendinu, og ég verð að felast fyrir augliti þínu og vera landflótta og flakkandi á jörðinni, og hver, sem hittir mig, mun drepa mig." |
1M 4:15. | Þá sagði Drottinn við hann: "Fyrir því skal hver, sem drepur Kain, sæta sjöfaldri hegningu." Og Drottinn setti Kain merki þess, að enginn, sem hitti hann, skyldi drepa hann. |
1M 4:16. | Þá gekk Kain burt frá augliti Drottins og settist að í landinu Nód fyrir austan Eden. |
Nú höfum við lesið um tvo fyrstu afkomendur Adams og Evu, þ.e. manns og konu, það er um bræðurna Kain og Abel. Á þessari sögu sjáum við ekki hvers vegna Guði þóknaðist betur fórn Abels en fórn Kains og gerði þannig upp á milli þeirra.
Fljótt á litið dettur manni í hug, að Guði hafi þóknast betur að fórn
Abels, af því að hún var dýrmætari en fórn, sem var af ávexti jarðar.
Og vissulega var hún það. Auk þess var sú fórn fyrsta fyrirmyndin að hinni
sönnu fórn, sem var sjálfsfórn Guðslamsins
, sem var Jesús
Kristur. Það sá Jóhannes skírari fyrir sér, eftir að hann hafði fengið
opinberun um hver Jesús í raun og veru var, við það að skíra hann í ánni
Jórdan. Daginn eftir skírnina sá hann Jesú koma til sín og segir við
lærisveina sína:
"Sjá Guðs lamb, sem ber synd heimsins." (Jóh. 1:29).Fórn þeirra Kains og Abels, hefur sjálfsagt verið bæn um miskunn Guðs, sem þeir höfðu óhlýðnast eins og foreldrarnir.
Hinir kristnu Ísraelsmenn gerðu sér grein fyrir ástæðunni fyrir því, hvers vegna Guði þóknaðist betur fórn Abels en fórn Kains. Það sjáum við í Nýja testamentinu, í Hebreabréfinu. Þar stendur m.a:
Fyrir trú bar Abel fram fyrir Guð betri fórn en Kain,
og fyrir trú fékk hann þann vitnisburð, að hann væri réttlátur, er Guð bar vitni um fórn hans.
Með trú sinni talar hann enn, þótt dauður sé. (Hebr.11:4.)
Það var því ekki verðmæti fórnarinnar, sem skipti mestu máli, heldur trúin og
einlægni trúarinnar. Þess vegna er þessi hluti sögunnar rækileg kennsla um
réttlætingu fyrir trú
, sem er höfuðkjarninn í ritum Páls postula
í Nt. og kjarninn í kristinni trú, eins og lútherskir menn skilja hana.
Afbrýði, reiði, hatur, grimmd er síðan rauði þráðurinn í framhaldinu, með fyrsta morði sögunnar: Kain drepur Abel bróður sinn. Bróðurmorðið jók á bölvunina og kallaði ítrekað á þá hegningu Guðs, sem enn hvílir yfir mannkyninu.
Guð hélt samt vernd sinni yfir lífi Kains. Þannig heldur Guð vernd yfir syndugum mönnum enn í dag að vissu marki.
Fyrir trú á Guð var enn möguleiki til fyrirgefningar Guðs og sá möguleika var endanlega staðfestur í syni hans, Jesú Kristi, þ.e. fyrirgefningu fyrir trú.
Kain ættfaðir Keníta
1.Mos. 4:17-26.
1M 4:17. | Kain kenndi konu sinnar, og hún varð þunguð og fæddi Henok. En hann var að byggja borg og nefndi borgina eftir nafni sonar síns Henok. |
1M 4:18. | Og Henoki fæddist Írad, og Írad gat Mehújael, og Mehújael gat Metúsael, og Metúsael gat Lamek. |
1M 4:19. | Lamek tók sér tvær konur. Hét önnur Ada, en hin Silla. |
1M 4:20. | Og Ada ól Jabal. Hann varð ættfaðir þeirra, sem í tjöldum búa og fénað eiga. |
1M 4:21. | En bróðir hans hét Júbal. Hann varð ættfaðir allra þeirra, sem leika á gígjur og hjarðpípur. |
1M 4:22. | Og Silla ól einnig son, Túbal-Kain, sem smíðaði úr kopar og járni alls konar tól. Og systir Túbal-Kains var Naama. |
1M 4:23. | Lamek sagði við konur sínar:
|
1M 4:24. |
|
1M 4:25. | Og Adam kenndi enn að nýju konu sinnar, og hún ól son og kallaði hann Set. "Því að nú hefir Guð," kvað hún, "gefið mér annað afkvæmi í stað Abels, þar eð Kain drap hann." |
1M 4:26. | En Set fæddist og sonur, og nefndi hann nafn hans Enos. Þá hófu menn að ákalla nafn Drottins. |
Um þennan þátt er lítið að segja annað en að hefndarhugurinn er ríkjandi t.d. hjá Lamek.
Síðan er sagt frá fæðingu Sets, þriðja sonar Adams og Evu. Fæðing hans er mikil huggun fyrir Evu. Fæðinga annarra barna þeirra Adams og Evu er ekki getið, en vissulega gætu þau hafa verið fleiri, þar á meðal einhver fjöldi dætra, því annars hefið mannkyninu ekki fjölgað. Meðal Ísraelsmanna og meðal heiðinna þjóða á öllum tímum var konan svo lítils metin að varla hefur þótt taka því að geta um fæðingu þeirra, nema í sérstökum tilfellum. Dóttir, stúlka var fyrst og fremst verslunarvara, sem faðirinn seldi væntanlegum eiginmanni, enda var fjölkvæni algengasta fyrirkomulagið bæði meðal Ísraelsmanna og heiðingjanna.
[Aths. 2-1]Ættartala frá Adam til Nóa.
1.Mos. 5. kap.
1M 5:1. | Þetta er ættarskrá Adams: Þegar Guð skapaði Adam, gjörði Guð hann sér líkan. |
1M 5:2. | Hann skóp þau mann og konu og blessaði þau og nefndi þau menn, er þau voru sköpuð. |
1M 5:3. | Adam lifði hundrað og þrjátíu ár. Þá gat hann son í líking sinni, eftir sinni mynd, og nefndi hann Set. |
1M 5:4. | Og dagar Adams, eftir að hann gat Set, voru átta hundruð ár, og hann gat sonu og dætur. |
1M 5:5. | Og allir dagar Adams, sem hann lifði, voru níu hundruð og þrjátíu ár. Þá dó hann. |
1M 5:6. | Þegar Set var orðinn hundrað og fimm ára gamall gat hann Enos. |
1M 5:7. | Eftir að Set gat Enos lifði hann átta hundruð og sjö ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:8. | Og allir dagar Sets voru níu hundruð og tólf ár, þá andaðist hann. |
1M 5:9. | Enos var níutíu ára, er hann gat Kenan. |
1M 5:10. | Og eftir að Enos gat Kenan lifði hann átta hundruð og fimmtán ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:11. | Og allir dagar Enoss voru níu hundruð og fimm ár, þá andaðist hann. |
1M 5:12. | Þá er Kenan var sjötíu ára, gat hann Mahalalel. |
1M 5:13. | Og Kenan lifði, eftir að hann gat Mahalalel, átta hundruð og fjörutíu ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:14. | Og allir dagar Kenans urðu níu hundruð og tíu ár, þá andaðist hann. |
1M 5:15. | Er Mahalalel var sextíu og fimm ára, gat hann Jared. |
1M 5:16. | Og Mahalalel lifði, eftir að hann gat Jared, átta hundruð og þrjátíu ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:17. | Og allir dagar Mahalalels voru átta hundruð níutíu og fimm ár, þá andaðist hann. |
1M 5:18. | Er Jared var hundrað sextíu og tveggja ára, gat hann Enok. |
1M 5:19. | Og Jared lifði, eftir að hann gat Enok, átta hundruð ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:20. | Og allir dagar Jareds voru níu hundruð sextíu og tvö ár, þá andaðist hann. |
1M 5:21. | Er Enok var sextíu og fimm ára, gat hann Metúsala. |
1M 5:22. | Og eftir að Enok gat Metúsala gekk hann með Guði þrjú hundruð ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:23. | Og allir dagar Enoks voru þrjú hundruð sextíu og fimm ár. |
1M 5:24. | Og Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt. |
1M 5:25. | Er Metúsala var hundrað áttatíu og sjö ára, gat hann Lamek. |
1M 5:26. | Og Metúsala lifði, eftir að hann gat Lamek, sjö hundruð áttatíu og tvö ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:27. | Og allir dagar Metúsala voru níu hundruð sextíu og níu ár, þá andaðist hann. |
1M 5:28. | Er Lamek var hundrað áttatíu og tveggja ára, gat hann son. |
1M 5:29. | Og hann nefndi hann Nóa og mælti: "Þessi mun hugga oss í erfiði voru og striti handa vorra, er jörðin, sem Drottinn bölvaði, bakar oss." |
1M 5:30. | Og Lamek lifði, eftir að hann gat Nóa, fimm hundruð níutíu og fimm ár og gat sonu og dætur. |
1M 5:31. | Og allir dagar Lameks voru sjö hundruð sjötíu og sjö ár, þá andaðist hann. |
1M 5:32. | Og er Nói var fimm hundruð ára, gat hann Sem, Kam og Jafet. |
Það stingur marga í augun að sjá hvað aldur þessara fyrstu kynslóða varð hár. Það skipti hundruðum ára. Þar með gátu minningarnar frá fyrstu kynslóðinni varðveist öldum saman. Ég þekki engar staðreyndir sem hrekja þessar frásagnir aðrar en þær, að slíkt þekkist ekki í dag, því að á þeim öldum, sem menn þekkja í dag, er mannsævin miklu styttri. Ég reyni ekki að setja fram neinar skýringar á þessu langlífi hinna fyrstu manna.
Í þessum kapítula er sagt frá Enok, sem var eðlilegur maður, átti syni og dætur, en var svo einlæglega trúaður, að Guð nam hann burt af jörðinni, þ.e. hann dó ekki. (1. Mós. 5:24)
Í þessum kapítula er getið elsta manns í heimi fram að þessu: Það var Metúsala, fyrsta barn Enoks. Hann varð níu hundruð sextíu og níu ára.
Langlífi kemur líka skýrt fram öllum þessum kapítula, sem segir að lokum frá fæðingu Nóa og hinna þriggja sona hans,en það voru þeir Sem, Kam og Jafet.
Menn hafa reynt að skýra þetta langlífi á ýmsan hátt, eins og með því að árið tákni hér annað en hjá okkur eins og t.d. uppskerutímabil. Ég hef enga sérþekkingu til að leggja dóm á það, en tel það hæpna fullyrðingu.
Ég þýði nú skemmtilega ábendingu úr norskri biblíuorðabók. Heiti þessa þáttar mundi vera á íslensku:
Munnleg geymd forfeðrannna raskaðist ekki við að ganga frá einni kynslóð til annarrar. |
||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||
Sem gat t.d. setið í tjaldinu hjá Ísak og Rebekku og sagt þeim frá
reynslu sinni í syndaflóðinu, þegar hann var í örkinni. Þá gat hann sagt:
"Nú ætla ég að segja ykkur frá ennþá eldri atburðum: Ég var 93
ára gamall, þegar Lamek afi minn dó, og hann var 56 ára þegar Adam dó.
Afi minn hefur oft sagt mér hve Adam var hrærður, þegar hann sagði frá
hinum yndislegu dögum í aldingarðinum Eden og hinu hræðilega augnabliki,
þegar hann og Eva fundu eitur höggormsins í hjarta sínu og földu sig fyrir
augliti Drottins Guðs milli trjánna í
aldingarðinum." |
||||||||||||||||||||
Eftir dr. William Blackwood. |
[Aths. 2-3]
Ég fer ekki nánar út í að skýra 5. kapítula þessarar bókar.
Undanfari flóðsins. (6. kafli)
Englar kvænast dætrum manna
1. Mos. 6:1-4.
1M 6:1. | Er mönnunum tók að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur, |
1M 6:2. | sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar, og tóku sér konur meðal þeirra, allar sem þeim geðjuðust. |
"Synir Guðs".
Hér gæti verið átt við menn, sem höfðu helgað sig Guði á sérstakan hátt og náð miklum völdum, en tekið sér glæsilegustu konurnar, sem á engan hátt voru Guði þóknanlegar og átt með þeim börn. Orðið "guðir" merkir máttarvöld. Það getur líka merkt himneskar verur, sbr. Job. 1:6 og 2:1. og Sálm. 82:
Guð stendur á guðaþingi og heldur dóm mitt á meðal guðanna.
Greinilegt er á þessari frásögn, að hún er ævagömul og hefur geymst í munnmælum öldum saman.
1M 6:3. | Þá sagði Drottinn: "Andi minn skal ekki ævinlega búa í manninum. Veri dagar hans nú hundrað og tuttugu ár." |
1M 6:4. | Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni, og einnig síðar, er er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og þær fæddu þeim sonu. Það eru kapparnir, sem í fyrndinni voru víðfrægir. |
Hér kemur enn betur í ljós, hve ævafornar frásagnir þetta eru. Þessar upplýsingar virðast ekki hafa neitt annað gildi fyrir sögu mannkynsins, en að hér virðist Guð, af einhverjum ástæðum hafa ákveðið að takmarka æviskeið mannsins frá því sem var í upphafi mannsævinnar.
Flóðið mikla.
1. Mós. 6:5-8.
1M 6:5. | Er Drottinn sá að illska mannsins var mikil á jörðinni og allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, |
1M 6:6. | þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu. |
1M 6:7. | Og Drottinn sagði: "Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skorkvikindin, fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau." |
1M 6:8. | En Nói fann náð í augum Drottins. |
Þetta er stutt og alvarleg saga, en framkvæmdin kemur fram í næsta þætti.
Nói smíðar örk
1. Mós. 6:9-22.
1M 6:9. | Þetta er saga Nóa. Nói var réttlátur og vandaður maður á sinni öld. Nói gekk með Guði. |
Málsgreinin: Nói gekk með Guði
, er skýringin á því hvers vegna Nói
var réttlátur og vandaður maður. Að ganga með Guði felur í sér, að hann hafi
lifað í nánu sambandi við Guð bæði trúarlega og siðferðilega. Það er fyrirmyndin
að lífi trúaðs, kristins manns.
Við höfum lesið samtal Guðs við Nóa sem aðdraganda að sjálfu flóðinu. Frá versi 18-21 kemur fram sáttmálinn, sem Guð gerir við Nóa. Hugleiðum hvílíka trú Nói þurfti að hafa, til að fara að fyrirmælum Guðs. Gerum okkur líka grein fyrir hvílíkt feikna verk þetta hefur verið að smíða slíkt skip, sennilega margra ára verk með takmörkuðum verkfærum.
Hugleiðum hvílík trúarreynsla þetta hefur verið -- ekki aðeins fyrir Nóa --
heldur líka fyrir konu hans og drengi, sem að vísu hafa verið fullorðnir, þegar
smíðin hefst og eru orðnir harð-fullorðnir þegar verkinu líkur. Hvað hefði orðið
úr okkar trúarþreki við svona heimskulega
iðju, eins og þetta virtist
hafa verið.
Svona örk (eða skip) hefur ekki verið smíðuð á nokkrum mánuðum, eins og
Þessi saga sýnir mikið trúarþrek fjölskyldunnar, sérstaklega þó Nóa, sem hefur þurft að þola háð og athlægi allra utan fjölskyldunnar og ef til vill óþolinmæði bæði sonanna og jafnvel konunnar hans og eiginkvenna sonanna. Þetta er því saga staðfastrar trúar, okkur til fyrirmyndar, því Guðs orð stendur stöðugt.
Síðustu orð þessa kapítula eru eftirtektarverð og til fyrirmyndar öllu trúuðu fólki:
1M 6:22. | Og Nói gjörði svo. Allt gjörði hann eins og Guð bauð honum. |
Hvað um mig og hvað um þig? Gerum við allt, sem Guð býður okkur? Hræddur er ég um að við verðum að játa getu- og áhugaleysi okkar í þeim efnum.
Aths. 2-1:
Merkilegt er að skoða hvernig Lamek margfaldar hefndina miðað við sáttmálann
sem Guð gerði við Kain ættföður hans, úr 7 sinnum í sjötíu og sjö sinnum.
Okkur mönnunum finnst stundum Guð "grimmur".
Vissulega setur hann oft harðar reglur að því er okkur kann að finnast. En
maðurinn gengur alltaf langtum lengra.
Þá er einnig vert að velta fyrir sér hversu langt líður þangað til menn fara að ákalla "nafn Drottins". Það er ekki fyrr en þegar Set, þriðji sonur Adams eignast soninn Enos.
Aths. 2-2:
5:1-2 vísar í sköpunarsöguna IM 1:26-27 og ítrekar að maðurinn er skapaður
í mynd Guðs og að hann er skapaður sem karl og kona. Í sameiningu og
samskiptum karls og konu í "hjónabandi" fullkomnast maðurinn. Sjá
nánar 1. lestur.
Aths. 2-3:
Sjá einnig ættartölur í 1. Mós 10 og
11:10nn.