BIBLÍUSKÝRINGAR
1. MÓSEBÓK
6. lestur: 18. kap.
Englar vitja Abrahams. -- Heitið fæðingu Ísaks.
18:1-15.
1M. 18:1. | Drottinn birtist Abraham í Mamrelundi, er hann sat í tjalddyrum sínum í miðdegishitanum. |
1M. 18:2. | Og hann hóf upp augu sín og litaðist um, og sjá, þrír menn stóðu gagnvart honum. Og er hann sá þá, skundaði hann til móts við þá úr tjalddyrum sínum og laut þeim til jarðar |
1M. 18:3. | og mælti: "Herra minn, hafi ég fundið náð í augum þínum, þá gakk eigi framhjá þjóni þínum. |
1M. 18:4. | Leyfið að sótt sé lítið eitt af vatni, að þér megið þvo fætur yðar, og hvílið yður undir trénu." |
Áður en við förum lengra í textanum, skulum við líta á nokkur höfuðatriði, sem fram eru komin.
Takið fyrst eftir eintölunni í upphafinu: Drottinn
birtist Abraham
o.s. frv. Síðan sjáum við í næstu málsgrein,
að mennirnir eru þrír, sem stóðu gagnvart honum.
Abraham ávarpar þá fyrst með orðunum: Herra
minn!
Það eru ávarpsorð í eintölu. Í framhaldi af því talar
Abraham við Herrann
í fleirtölu, sem þrjá menn. og þeir svara
allir á sömu lund. Takið eftir því, að þetta kemur oftar fyrir í
þessari frásögn.
Samkvæmt fyrsta orðinu í þessari frásögn, er þetta Dottinn sjálfur, sem birtist Abraham, en líka eða samtímis í þremur persónum og Abraham gerir sér það ljóst, að þessar þrjár persónur eru eitt, sjálfur Drottinn, sá sami sem kallaði hann úr föðurgarði til að fara út í óvissuna til lands, sem Drottinn lofaði að vísa honum á.
Þegar hér er komið sögu, er Abraham
búinn að fá orð Guðs um að hann gefi honum allt Kanaansland. Við
sjáum líka á ávarpi Abrahams, að hann gerir sér greinfyrir, að þessir
þrír menn eru Drottinn sjálfur,
[Aths. 6-1] því hann ávarpar þá með orðunum:
Herra minn, hafi ég fundið náð í augum þínum, þá gakk
eigi framhjá þjóni þínum.
(3.v.)
Í 4.-5. versi talar Abraham í fleirtölu við þessa þriggja manna einingu. Í 9. versinu virðast allir komumenn spyrja einum rómi eftir Söru, konu Abrahams, en spádómsorðin, sem á eftir koma, koma frá Drottni, sem einni persónu.
Við skulum því velta fyrir okkur þessu vandamáli, áður en við förum lengra í skýringu textans að öðru leyti.
Frá upphafi hefur Drottinn Guð verið bæði þrennur og einn. Í dýrðinni
skapar Guð allt með mætti orðs síns, eins og Jóhannes
guðspjallamaður kemst að orði í upphafi guðspjallsins, þar sem hann
notar gríska orðið Logos
,
sem merkir orð, fyrirskipun, boðskap, til
að tákna þá persónu Guðs, sem var hjá honum í upphafi, og allt er
skapað fyrir:
Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði.
Síðar í þessu þætti segir:
Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, GUÐ, sem er í faðmi föðurins, hann hefir birt hann. (Jóh. 1:1-2,18).Heilagur andi er líka sjálfstæð persóna og samtímis eitt í Guði, skaparanum og Jesú Kristi.
Í öðru versi í fyrsta kapítula Biblíunnar er minnst á heilagan anda,
sem Anda Guðs. Þar stendur orðrétt: ...og andi Guðs
sveif yfir vötnunum.
Heilagur andi er til fyrir allt upphaf eins og skaparinn, en sonurinn, sem síðar fæddist sem Jesú-barnið, fæddist af föðurnum fyrir allt upphaf.
Jesús fyrirskipaði að skíra til þessarar guðlegu þrenningar:
Skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda.
(Matt.
28:19)
Í frásögninni um Abraham, sem við erum að lesa, birtast honum fyrst allar þrjár persónur Guðs[Aths. 6-2], og þó eins og ein væri, því það er Drottinn sem birtist honum. Það skín í gegn íöllum þessum kapítula.
En höldum nú áfram með sjálfa frásögnina:
1M. 18:6a. | Þá flýtti Abraham sér inn í tjaldið til Söru og mælti: "Sæktu nú sem skjótast ..." |
Abraham keppist við að undirbúa matarveislu fyrir gestina og Sara er líka upptekin að undirbúa matinn fyrir þá inni í sínu tjaldi.
1M. 18:9. | Þá sögðu þeir við hann: "Hvar er Sara kona þín?" Hann svarar: "Þarna inni í tjaldinu." |
1M. 18:10. | Og Drottinn sagði: "Vissulega mun ég aftur koma til þín að ári liðnu í sama mund, og mun þá Sara kona þín hafa eignast son." En Sara heyrði þetta í dyrum tjaldsins, sem var að baki hans. |
1M. 18:11. | En Abraham og Sara voru orðin gömul og hnigin á efra aldur, svo að kvenlegir eðlishættir voru horfnir frá Söru. |
1M. 18:12. | Og Sara hló með sjálfri sér og mælti: "Eftir að ég er gömul orðin, skyldi ég þá á munúð[Orðskýring 1] hyggja, þar sem bóndi minn er einnig gamall? |
1M. 18:13. | Þá sagði Drottinn við Abraham: "Hví hlær Sara og segir: 'Mun það satt, að ég skuli fæða barn svo gömul?' |
1M. 18:14. | Er Drottni nokkuð ómáttugt? Á sinni tíð að vori mun ég aftur koma til þín, og Sara hefir þá eignast son." |
1M. 18:15. | Og Sara neitaði því og sagði: "Eigi hló ég," því að hún var hrædd. En hann sagði: "Víst hlóst þú." |
Abraham biður fyrir Sódómu.
18:16-33.
1M. 18:16. | Því næst tóku mennirnir sig upp þaðan og horfðu niður til Sódmu, en Abraham gekk með þeim til að fylgja þeim á veg. |
1M. 18:17. | Þá sagði Drottinn: "Skyldi ég dylja Abraham þess, sem égætla að gjöra, |
1M. 18:18. | þar sem Abraham mun verða að mikilli og voldugri þjóð, og allar þjóðir munu af honum blessun hljóta? |
1M. 18:19. | Því að ég hefi útvalið hann til þess að hann bjóði börnum sínum og húsi sínu eftir sig, að þau varðveiti vegu Drottins með því að iðka rétt og réttlæti, til þess að Drottinn láti koma fram við Abraham það, sem hann hefir honum heitið." |
1M. 18:20. | Og Drottinn mælti: "Hrópið yfir Sódómu og Gómorru er vissulega mikið, og synd þeirra er vissulega mjög þung. |
1M. 18:21. | Ég ætla því að stiga niður þangað, til þess að sjá, hvort þeir hafa fullkomlega aðhafst það, sem hrópað er um. Sé eigi svo, þá vil ég vita það." |
Lítum nú á næstu málsgrein:
1M. 18:20. | Og mennirnir sneru brott þaðan og héldu til Sódómu, en Abraham stóð einn frammi fyrir Drottni." |
Af þessum þremur mönnum
fara tveir í burtu.
Þeir eru í augum Abrahams sendiboðar Guðs og jafnframt persónugervingar
persónu Guðs. [Aths. 6-3] En einn
verður eftir, þ. e. sá sem Abraham reynir að semjavið, er nú nefndur
Drottinn, en þeir sem fóru eru nú í þessum þætti nefndir mennirnir (22.v.),
en strax í næsta þætti þessarar frásögu eru þeir mefndir "englarnir".
Þetta virðist vera flókið, en orðið engill merkir sendiboði og getur hvort heldur sem er verið engill eða maður. Jesús var líka sendiboði Guðs hér á jörð, sem Guðssonurinn.
1M. 18:22. | Og mennirnir sneru í brott þaðan og héldu til Sódómu, en Abraham stóð enn þá frammi fyrir Drottni. |
1M. 18:23. | Og Abraham gekk fyrir hann og mælti: "Hvort munt þú afmá hina réttlátu með hinum óguðlegu? |
1M. 18:24. | Vera má, að fimmtíu réttlátir séu í borginni. Hvort muntu afmá þá og ekki þyrma staðnum vegna þeirra fimmtíu réttlátu, sem þar eru? |
1M. 18:25. | Fjarri sé það þér að gjöra slíkt, að deyða hina réttlátu með hinum óguðlegu, svo að eitt gangi yfir réttláta og óguðlega. Fjarri sé það þér! Mun dómari jarðríkis ekki gjöra rétt?" |
1M. 18:26. | Og Drottinn mælti: "Finni ég í Sódómu fimmtíu réttláta innan borgar, þá þyrmi ég öllum staðnum þeirra vegna." |
1M. 18:27. | Abraham svaraði og sagði: "Æ, ég hefi dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska. |
1M. 18:28. | Vera má að fimm skorti á fimmtíu réttláta. Munt þú eyða alla borgina vegna þessara fimm?" Þá mælti hann: "Eigi mun ég eyða hana, finni ég þar fjörutíu og fimm." |
1M. 18:29. | Og Abraham hélt áfram að tala við hann og mælti: "Vera má,að þar finnist ekki nema fjörutíu." En hann svaraði: "Vegna þeirra fjörutíu mun ég láta það ógjört." |
1M. 18:30. | Og hann sagði: "Ég bið þig, Drottinn, að reiðast ekki þótt ég tali. Vera má að þar finnist ekki nema þrjátíu." Og hann svaraði: "Ég mun ekki gjöra það þótt ég finni ekki nemaþrjátíu." |
1M. 18:31. | Og hann mælti: "Æ, ég hefi dirfst að tala við Drottin! Vera má að þar finnist ekki nema tuttugu." Og hann mælti: "Ég mun ekki eyða hana vegna hinna tuttugu." |
1M. 18:32. | Og hann mælti: "Ég bið þig, Drottinn, að þú reiðist ekki, þó að ég tali enn aðeins í þetta sinn. Vera má, að þar finnist aðeins tíu." Og hann sagði: "Ég mun ekki eyða hana vegna þeirra tíu." |
1M. 18:33. | Og Drottinn fór í brott, er hann hafði lokið tali sínu við Abraham, en Abraham hvarf aftur heimleiðis. |
Þessi samningslota milli Drottins og Abrahams gefur okkur margvíslegar upplýsingar um hugsanahátt Gyðingaþjóðarinnar um Guð. Frásagan sýnir líka hjartalag Abrahams, sem að vísu hefur fyrst og fremst í huga Lot bróðurson sinn og fjölskyldu hans í von um að einhver hópur manna fylgi honum að málum. Hann vill að sem flestir bjargist. Þið kannist við þetta hugarfar? Þetta er hugarfar kristniboðans í dag og kristniboðsvina. Fyrirbænastarf Abrahams í þessari sögu er til fyrirmyndar.
Þáttur Drottins í þessari sögu er mótaður af hugsunarhætti þjóðarinnar, sem söguna hefur varðveitt í munnmælum, þar til hún er rituð löngu seinna, sennilega á dögum Móse.
Hafið þið ekki fundið hjá ykkur tilhneiginguna að reyna að fá Guð á ykkar sveif í áhugamálum ykkar, þegar þið vitið að þau eru jákvæð og í anda Drottins, eins og við sjáum hjá Abraham í þessari sögu? Það er sterkur þáttur í bænalífi margra manna og getur verið mjög jákvæður -- og nauðsynlegur, því bænin hefur áhrif og mikinn kraft, sé hún beðin í auðmýkt og af sannfæringu -- um kraft Guðs og vilja til að bænheyra og um hjálp öðrum til handa.
Það kemur í ljós í næsta kapítula, að spillingin var svo alger í borgunum, að engu varð bjargað nema þeim, sem elskuðu Guð.
Aths. 1: Hér er líklega verið að
leggja meira inn í merkinguna en sennilegt er. Líklegra er að Abraham sé
hér enn að ávarpa þann mann (engil) sem er í fyrirsvari fyrir þá. Þannig
benda margir á að einn þessara engla hljóti að vera sá Engill
Drottins
sem síðar birtist Móse, sbr 18:20-22. Leiða menn þannig líkum
að að þessi Engill Drottins
sé 2. persóna Guðdómsins,
þ. e. Sonurinn, sem síðar fæddist á jörð sem Jesús Kristur. (Aths.
Böðvars.)
Aths. 2: Þvert á móti styrkja v. 20-22 þá
kenningu að hér sé Engill Drottins
á ferð með tveimur
venjulegum
englum -- þó sennilega hátt settum.