BIBLÍUSKÝRINGAR
1. Mósebók
7. lestur: 19-20. kapítuli
Björgun Lots. -- Abraham og Abímelek
Lot bjargað úr eyðingu Sódómu.
1. Mós. 19. kapítuli.
1M 19:1. | Englarnir tveir komu um kveldið til Sódómu. Sat Lot í borgarhliði. Og er hann sá þá, stóð hann upp í móti þeim og hneigði ásjónu sína til jarðar. |
1M 19:2. | Því næst mælti hann: "Heyrið, herrar mínir, sýnið lítillæti og komið inn í hús þjóns ykkar,og verið hér í nótt og þvoið fætur ykkar. Getið þið þá risið árla á morgun og farið leiðar ykkar." En þeir sögðu: "Nei, við ætlum að hafast við á strætinu í nótt." |
1M 19:3. | Þá lagði hann mikið að þeim, uns þeir fóru inn til hans og gengu inn í hús hans. Og hann bjó þeim máltíð og bakaði ósýrt brauð, og þeir neyttu. |
Í skýringum 18. kap. kom það fram, að engill þýðir sendiboði og getur verið hvort heldur sem er andlegar verur eða mannlegar. Af frásögn síðasta kap. er augljóst, að þetta eru guðlegir sendiboðar.
Í borgarhliði sátu fyrirmenn borgarinnar. Það segir okkur mikið um Lot.
Lot er sá sem tekur á móti aðkomumönnunum
með austurlenskri
gestrisni
. En ákafi hans við að fá þá til að koma inn í hús sitt stafar
augljóslega af því, að hann veit, hve ógurlega hættulegt er fyrir aðkomandi
að vera á götum úti um nætur, því spillingin í borginni er óstjórnleg, eins
og síðar kemur fram. Honum tekst að fá þá inn í hús sitt.
Í næstu versum sjáum við á hvaða stigi spillingin er:
1M 19:4. | En áður en þeir gengu til hvíldar, slógu borgarmenn, mennirnir í Sódómu, hring um húsið, bæði ungir og gamlir, allur múgurinn hvaðanæva. |
1M 19:5. | Og þeir kölluðu á Lot og sögðu við hann: "Hvar eru mennirnir sem komu til þín í kveld? Leið þú þá út til vor, að vér megum kenna þeirra." |
Þetta gæti þýtt: að þekkja þá, en hvers vegna þá þetta óvenjulega orðalag:
að kenna þeirra
? Mér skilst að það merki, að bæjarbúar heimti að hafa við
þá kynmök alla nóttina, því þarna mun hafa verið megn kynvilla ríkjandi. Þessa
ályktun styður svar Lots, þar sem hann í gestrisni sinni við komumenn býður
götuskrílnum
að hafa heldur afnot af dætrum sínum um nóttina.
Það sýnir viðbjóðLots á kynvillunni og takmarkalausa virðingu fyrir gestum
sínum, sem hann skynjar að sé Drottinn sjálfur.
1M 19:6. | Lot gekk þá út til þeirra, út fyrir dyrnar, og lokaði hurðinni að baki sér. |
1M 19:7. | Og hann sagði: "Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. |
1M 19:8. | Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns." |
"...Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns", segir Lot við götuskrílinn. Hér kenur líka fram hin rótgróna hefð fyrir gestrisni Austurlandabúa, sem enn er ríkjandi meðal múslíma, (Múhameðstrúarmanna). Jafnvel hatursmenn þeirra eru óhultir hjá þeim, meðan þeir eru undir þaki þeirra, en jafnskjótt og þeir eru komnir út úr dyrunum, gætu þeir drepið þá.
En hjá Lot var ekki um neitt slíkt að ræða. Hann sá í gestum sínum hið guðdómlega og vildi leggja allt í sölurnar til að þeim yrði ekkert mein gert. Til þess að þeir væru óhultir, vildi hann fórna hreinleika dætra sinna.
Við sjáum í 9. versi, hve illskeyttur skríllinn var.
1M 19:9. | Þá æptu þeir: "Haf þig á burt!" og sögðu: "Þessi náungi er hingað kominn sem útlendingur og vill nú stöðugt vera að siða oss. Nú skulum vér leika þig enn verr en þá." Og þeir gjörðu ákaflega þröng að honum, að Lot, og gengu nær til að brjóta upp dyrnar. |
Nú eru það gestirnir sem taka til sinna ráða:
1M 19:10. | Þá seildust mennirnir út og drógu Lot til sín inn í húsið og lokuðu dyrunum. |
1M 19:11. | En þá, sem voru úti fyrir dyrum hússins, slógu þeir með blindu, smáa og stóra, svo að þeir urðu að gefast upp við að finna dyrnar. |
Hér beita þeir guðdómleika sínum til hjálpar. Þannig var Lot og fjölskylda hans í vörslu Drottins. Nú fær Lot að vita, að Drottinn ætlar að eyða borgina, en honum og allri fjölskyldu hans er gefinn kostur á að bjargast, frelsast, með því að flýja í skyndi úr borginni. Tengdasynirnir, héldu að Lot væri að gera að gamni sínu,og tóku ekkert mark á þeim tilmælum, og fóru hvergi. Afleiðingunum þarf ekki að lýsa.
1M 19:12. | Mennirnir sögðu við Lot: "Átt þú hér nokkra fleiri þér nákomna? Tengdasyni, syni, dætur? Alla í borginni, sem þér eru áhangandi, skalt þú hafa á burt héðan, |
1M 19:13. | því að við munum eyða þennan stað, af því að hrópið yfir þeim fyrir Drottni er mikið, og Drottinn hefir sent okkur til að eyða borgina." |
1M 19:14. | Þá gekk Lot út og talaði við tengdasyni sína, sem
ætluðu að ganga að eiga dætur hans, og mælti: "Standið upp skjótt og farið úr þessum stað, því að Drottinn mun eyða borgina." En tengdasynir hans hugðu, að hann væri að gjöra að gamni sínu. |
Kall Drottins er oft svo áríðandi, að það veltur á lífi eða dauða að hlýða kallinu, a.m.k. andlega talað. Sumir menn fá fleiri en eitt tækifæri, en hér var það síðasta tækifærið. Þeir notuðu það ekki og fórust með hinumóguðlegu. Þetta er lærdómsríkt.
1M 19:15. | En er dagur rann, ráku englarnir eftir Lot og sögðu: "Statt þú upp skjótt! Tak þú konu þína og báðar dætur þínar, sem hjá þér eru, svo að þú fyrirfarist ekki vegna syndar borgarinnar." |
1M 19:16. | En er hann hikaði við, tóku mennirnir í hönd honum og í hönd konu hans og í hönd báðum dætrum hans, af því að Drottinn vildi þyrma honum, og leiddu hann út og létu hann út fyrir borgina. |
1M 19:17. | Og er þeir höfðu leitt þau út, sögðu þeir: "Forða þér, líf þitt liggur við! Lít ekki aftur fyrir þig og nem hvergi staðar á öllu sléttlendinu, forða þér á fjöll upp, að þú farist eigi. |
1M 19:18. | Þá sagði Lot við þá: "Æ nei, herra! |
1M 19:19. | Sjá, þjónn þinn hefir fundið náð í augum þínum, og þú hefir sýnt á mér mikla miskunn að láta mig halda lífi. En ég get ekki forðað mér á fjöll upp, ógæfan getur komið yfir mig og ég dáið. |
1M 19:20. | Sjá, þarna er borg í nánd, þangað gæti ég flúið, og hún er lítil. Ég vil forða mér þangað -- er hún ekki lítil? -- og ég mun halda lífi." |
1M 19:21. | Drottinn sagði við hann: "Sjá, ég hefi einnig veitt þér þessa bæn, að leggja ekki í eyði borgina, sem þú talaðir um. |
1M 19:22. | Flýt þér! Forða þér þangað, því að ég get ekkert gjört, fyrr
en þú kemst þangað." Vegna þessa nefna menn borgina Sóar. |
19:22: Sóar
(Zoar) er skrifað með þeim hætti að það virðist skylt því
orði, lítil
, sem notað er til að lýsa borginni í 19:20.
Innskot: BB.
Lot, kona hans og dætur, virðast líka hafa verið treg til að fara, því englarnir urðu að leiða hann, konu hans og dætur út úr borginni, því Drottinn vildi bjarga þeim, en varar þau við, að líta til baka.
Þessi hætta -- að líta til baka -- vofir yfir öllum sem í dag fá kallið til að fylgja Jesú og takast á við þá köllun,sem því getur fylgt.
1M 19:23. | Sólin var runnin upp yfir jörðina, er Lot kom til Sóar. |
1M 19:24. | Og Drottinn lét rigna yfir Sódómu og Gómorru brennisteini og eldi frá Drottni, af himni. |
1M 19:25. | Og hann gjöreyddi þessar borgir og allt sléttlendið og alla íbúa borganna og gróður jarðarinnar. |
1M 19:26. | En kona hans leit við að baki honum og varð að saltstöpli. |
Kona Lots stóðst ekki þá freistingu og leit til baka til að sjá eyðinguna á
borginni. (Eða var það söknuður þess lifnaðar, sem hún var að yfirgefa, sem knúði
hana til að líta til baka?) Það varð henni að aldurtila. Hún varð að
saltstöpli
segir í textanum. Það getur verið, að þetta sé líkingarmál,
en lengra fór hún ekki.
En Dauðahafið, þar sem þessar borgir stóðu, er saltasta haf heimsins.
Þá var Lot eftir með dætur sínar tvær. Hann fær leyfi til að stoppa í lítilli borg, en það var greinilega ekki samkvæmt áætlum englanna. Lot hafði sitt fram með afleiðingum, sem sýna í næsta þætti, hve hið spillta hugarfar borgarbúa í Sódómu hefur verið búið að grafa um sig hjá dætrum Lots.
En Guð eyddi borgirnar á sléttlendinu, þar sem nú er Dauðahafið. Talið er, að í botni þess séu leifar þessara borga.
Lot og fjölskylda hans eru það treg í taumi, að englarnir verða að samþykkja að Lot fari til þessarar borgarmeð dætrum sínum.
1M 19:27. | Abraham gekk snemma morguns þangað, er hann hafði staðið frammi fyrir Drottni. |
1M 19:28. | Og hann horfði niður á Sódómu og Gómorru og yfir allt sléttlendið og sá, að reyk lagði upp af jörðinni, því líkast sem reykur úr ofni. |
1M 19:29. | En er Guð eyddi borgirnar á sléttlendinu, minntist Guð Abrahams og leiddi Lot út úr eyðingunni, þá er hann lagði í eyði borgirnar, sem Lot hafði búið í. |
Abraham sér um morguninn eitthvað sem líktist reyk, þar sem borgirnar voru.
Guð eyddi borgirnar. Nafnið Sódóma er nú í hinum kristna og menntaða heimi
táknrænt fyrir kynvillu undir heitinu sódómiskur
.
Dætur Lots
19:30-38.
1M 19:30. | Lot fór frá Sóar upp á fjöllin og staðnæmdist þar og báðar dætur hans með honum, því að hann óttaðist að vera kyrr í Sóar, og hann hafðist við í helli, hann og báðar dætur hans. |
1M 19:31. | Þá sagði hin eldri við hina yngri: "Faðir okkar er gamall, og enginn karlmaður er eftir á jörðinni, sem samfarir megi við okkur hafa, eins og siðvenja er til alls staðar á jörðinni. |
1M 19:32. | Kom þú, við skulum gefa föður okkar vín að drekka og leggjast hjá honum, að við megum kveikja kyn af föður okkar." |
1M 19:33. | Síðan gáfu þær föður sínum vín að drekka þá nótt, og hin eldri fór og lagðist hjá föður sínum. En hann varð hvorki var við, að hún lagðist niður, né að hún reis á fætur. |
Síðan fékk hún systur sína til að gera hið sama næstu nótt, og faðir þeirra var svo drukkinn, að hann mundi ekkert, þegar hann vaknaði morguninn eftir.
1M 19:34. | Og morguninn eftir sagði hin eldri við hina yngri: "Sjá, í nótt lá ég hjá föður mínum. Við skulum nú einnig í nótt gefa honum vín að drekka. Far þú síðan inn og leggst hjá honum, að við megum kveikja kyn af föður okkar." |
1M 19:35. | Síðan gáfu þær föður sínum vín að drekka einnig þá nótt, og hin yngri tók sig til og lagðist hjá honum. En hann varð hvorki var við, að hún lagðist niður, né að hún reis á fætur. |
1M 19:36. | Þannig urðu báðar dætur Lots þungaðar af völdum föður síns. |
1M 19:37. | Hin eldri ól son og nefndi hann Móab. Hann er ættfaðir Móabíta allt til þessa dags. |
1M 19:38. | Og hin yngri ól einnig son og nefndi hann Ben-Ammí. Hann er ættfaðir Ammóníta allt til þessa dags. |
Þessi saga vekur spurningar um hvaðan þær hafa haft vínið. Hugsanlegt er, að það hafi þær haft með sér að heiman sem svaladrykk frá Sódómu. Svaladrykk verða menn að hafa á ferðalagi á þessum slóðum, og í Sódómu hefur sennilega verið drykkjusvall. Það er algengur fylginautur kynferðislegrar spillingar.
Sagan sýnir að nokkru leyti áhrif hinnar kynferðislegu spillingar, sem stúlkurnar höfðu séð fyrir sér í hinni spilltu borg og mannlega tilhneigingu til að afsaka gerðir sínar, því systrunum er ljóst að þetta athæfi hefði faðir þeirra aldrei drýgt með fullu viti.
Einmanaleiki og skyndileg einangrun frá mannlegu samfélagi er annar þáttur í falli þeirra. Lot er hér notaður sem viljalaust verkfæri til athafnar,sem hann hefði aldrei fengist til alls gáður. Það er algengur fylginautur drykkjuskapar.
Englarnir, sem drógu eða leiddu þau burtu, koma ekki meira við sögu. Þeir virðast hafa horfið, þegar þau voru komin á þann stað sem Lot kaus sér að stoppa á.
Abraham og Abímelek
20. kapítuli.
1M 20:1. | Nú flutti Abraham sig þaðan til Suðurlandsins og settist að milli Kades og Súr og dvaldist um hríð í Gerar. |
Abraham flutti sig þaðan til Suðurlandsins (þ.e. Negebóbyggðanna, sbr. 1. Mós. 12:9.) og settist að milli Kades og Súr og dvaldist um hríð í Gerar.
1M 20:2. | Og Abraham sagði um Söru konu sína: "Hún er systir mín." Þá sendi Abímelek konungur í Gerar menn og lét sækja Söru. |
1M 20:3. | En Guð kom til Abímeleks í draumi um nóttina og sagði við hann: "Sjá, þú skalt deyja vegna konu þeirrar, sem þú hefir tekið, því að hún er gift kona." |
1M 20:4. | En Abímelek hafði ekki komið nærri henni. Og hann sagði: "Drottinn, munt þú einnig vilja deyða saklaust fólk? |
1M 20:5. | Hefir hann ekki sagt við mig: 'Hún er systir mín'? og hún sjálf hefir einnig sagt: 'Hann er bróðir minn?' Í einlægni hjarta míns og með hreinum höndum hefi ég gjört þetta." |
1M 20:6. | Og Guð sagði við hann í draumnum: "Víst veit ég, að þú gjörðir þetta í einlægni hjarta þíns, og ég hefi einnig varðveitt þig frá að syndga gegn mér. Fyrir því leyfði ég þér ekki að snerta hana. |
1M 20:7. | Fá því nú manninum konu hans aftur, því að hann er spámaður, og mun hann biðja fyrir þér, að þú megir lífi halda. En ef þú skilar henni ekki aftur, þá skalt þú vita, að þú munt vissulega deyja, þú og allir, sem þér tilheyra." |
[Abraham endurtekur leikinn frá í Egyptalandi og kynnir konu sína sem systur sína (sbr. I. Mós. 12:10-20) af ótta um að verða drepinn af heimamönnum sem kynnu að ásælast hana. Enda kemur á daginn að Abímelek konungur ásælist hana. En Guð kemur skilaboðum til Abímeleks í draumi til þess að vara hann við.] [Aths. 7-1]
1M 20:8. | Abímelek reis árla um morguninn og kallaði til sín alla þjóna sína og greindi þeim frá öllu þessu. Og mennirnir urðu mjög óttaslegnir. |
1M 20:9. | Og Abímelek lét kalla Abraham til sín og sagði við hann: "Hvað hefir þú gjört oss? Og hvað hefi ég misgjört við þig, að þú skyldir leiða svo stóra synd yfir mig og ríki mitt? Verk, sem enginn skyldi fremja, hefir þú framið gegn mér." |
1M 20:10. | Og Abímelek sagði við Abraham: "Hvað gekk þér til að gjöra þetta?" |
1M 20:11. | Þá mælti Abraham: "Ég hugsaði: 'Vart mun nokkur guðsótti vera á þessum stað, og þeir munu drepa mig vegna konu minnar.' |
1M 20:12. | Og þar að auki er hún sannlega systir mín, samfeðra, þótt eigi séum við sammæðra, og hún varð kona mín. |
1M 20:11. | Og þegar Guð lét mig fara úr húsi föður míns, sagði ég við
hana: 'Þessa góðsemi verður þú að sýna mér: Hvar sem við komum, þá segðu um mig: Hann er bróðir minn.'" |
1M 20:14. | Þá tók Abímelek sauði, naut, þræla og ambáttir og gaf Abraham og fékk honum aftur Söru konu hans. |
1M 20:15. | Og Abímelek sagði: "Sjá, land mitt stendur þér til boða. Bú þú þar sem þér best líkar." |
1M 20:16. | Og við Söru sagði hann: "Sjá, ég gef bróður þínum þúsund sikla silfurs. Sjá, það sé þér uppreist í augum allra þeirra, sem með þér eru, og ert þú þannig réttlætt fyrir öllum." |
1M 20:17. | Og Abraham bað til Guðs fyrir honum, og Guð læknaði Abímelek og konu hans og ambáttir, svo að þær ólu börn. |
1M 20:18. | Því að Drottinn hafði lokað sérhverjum móðurkviði í húsi Abímeleks sakir Söru, konu Abrahams. |
Abímelek skynjar þennan draum sem veruleika, greinir þjónum sínum frá draumnum og kallar Abraham til sín og ásakar hann fyrir lygina. Abraham afsakar sig fyrst með því að hann hafi gert þetta af ótta við að vera drepinn, ef hann hefði sagt satt um hjónaband þeirra. En þar með hefur það komið uppúr kafinu, að þetta var ekki alger lygi, því að þau séu hálfsystkyni. En Abraham notar sér þetta með hennar samþykki til þess að hann verði ekki drepinn.
Vissulega var Abraham mannlegur og ekki fullkominn. Það staðfestir, að frelsun hans er eingöngu frelsun fyrir trú, en ekki af öðrum verkum en verkum trúarinnar, eins og seinna kemur fram.
Abraham játar líka fyrir Abímelek, að hann hafi beðið konu sína að staðfesta það eingöngu að þau væru systkini. Abímelek skilaði þar með Abraham Söru konu hans og þeir sættust. Þar með létti bölvuninni af "húsi" Abímeleks, svo að hann og kona hans eignuðust börn og einnig ambáttir hans.