BIBLÍUSKÝRINGAR
1. Mósebók
12. lestur: 31.-32. kapítuli
Jakob snýr heim
Jakob flýr frá Laban
31:1-42
1M. 31:1. | Nú frétti Jakob svofelld ummæli Labans sona: "Jakob hefir dregið undir sig aleigu föður vors, og af eigum föður vors hefir hann aflað sér allra þessara auðæfa." |
1M. 31:2. | Og Jakob sá á yfirbragði Labans, að hann bar ekki sama þel til sín sem áður. |
1M. 31:3. | Þá sagði Drottinn við Jakob: "Hverf heim aftur í land feðra þinna og til ættfólks þíns, og ég mun vera með þér." |
1M. 31:4. | Þá sendi Jakob og lét kalla þær Rakel og Leu út í hagann, þangað sem hjörð hans var. |
1M. 31:5. | Og hann sagði við þær: "Ég sé á yfirbragði föður ykkar, að hann ber ekki sama þel til mín sem áður; en Guð föður míns hefir verið með mér. |
1M. 31:6. | Og það vitið þið sjálfar, að ég hefi þjónað föður ykkar af öllu mínu megni. |
1M. 31:7. | En faðir ykkar hefir svikið mig og tíu sinnum breytt kaupi mínu, en Guð hefir ekki leyft honum að gjöra mér mein. |
1M. 31:8. | Þegar hann sagði: 'Hið flekkótta skal vera kaup þitt,' -- fæddi öll hjörðin flekkótt, og þegar hann sagði: 'Hið rílótta skal vera kaup þitt,' -- þá fæddi öll hjörðin rílótt. |
1M. 31:9. | Og þannig hefir Guð tekið fénaðinn frá föður ykkar og gefið mér hann. |
1M. 31:10. | Og um fengitíma hjarðarinnar hóf ég upp augu mín og sá í draumi, að hafrarnir, sem hlupu á féð, voru rílóttir, flekkóttir og dílóttir. |
Við höfum nú lesið hvað Jakob sagði við konur sínar, þar sem hann minnir þær á, hvernig faðir þeirra hafði tíu sinnum breytt kupsamningnum við hann. Hann minnir þær líka á, að augljóst sé, að faðir þeirra beri þungan hug til hans. Nú segir hann konum sínum, að engill Guðs hafið talað við sig í draumi:
1M. 31:11. | Og engill Guðs sagði við mig í draumnum: 'Jakob!' Og ég svaraði: 'Hér er ég.' |
1M. 31:12. | Þá mælti hann: 'Lít upp augum þínum og horfðu á: Allir hafrarnir, sem hlaupa á féð, eru rílóttir, flekkóttir og dílóttir; því að ég hefi séð allt, sem Laban hefir gjört þér. |
1M. 31:13. | Ég er Betels Guð, þar sem þú smurðir merkisstein, þar sem þú gjörðir mér heit. Tak þig nú upp, far burt úr þessu landi og hverf aftur til ættlands þíns.'" |
Svar systranna er mjög athyglisvert:
1M. 31:14. | Þá svöruðu þær Rakel og Lea og sögðu við hann: "Höfum við nokkra hlutdeild og arf framar í húsi föður okkar? |
1M. 31:15. | Álítur hann okkur ekki vandalausar, þar sem hann hefir selt okkur? Og verði okkar hefir hann og algjörlega eytt. |
1M. 31:16. | Aftur á móti eigum við og börn okkar allan þann auð, sem Guð hefir tekið frá föður okkar. Og gjör þú nú allt, sem Guð hefir boðið þér." |
Versin 17-18 segja frá brottför Jakobs með börn sín og konur, en í v. 19-20 er sagt frá því, sem hlýtur að hafa gerst áður en þau lögðu af stað, þ.e. [að Rakel hafi stolið] húsguðunum og falið þau.
1M. 31:17. | Þá tók Jakob sig upp og setti börn sín og konur upp á úlfaldana |
1M. 31:18. | og hafði á burt allan fénað sinn og allan fjárhlut sinn, sem hann hafði aflað sér, fjáreign sína, sem hann hafði aflað sér í Mesópótamíu, og hóf ferð sína til Ísaks föður síns í Kanaanlandi. |
1M. 31:19. | Þegar Laban var farinn að klippa sauði sína, þá stal Rakel húsgoðum föður síns. |
1M. 31:20. | Og Jakob blekkti Laban hinn arameíska, með því að hann sagði honum eigi frá því, að hann mundi flýja. |
Á þessu sjáum við, að skurðgoðadýrkun hefur verið á heimili föður þeirra, og þær hafa saknað þeirrar dýrkunar í búskapnum með Jakob, sem trúði á Guð föður síns og afa, þann sama Guð sem við trúum á.
Laban veit ekkert um flótta þeirra fyrr en þau eru öll farin með hina miklu sauðahjörð, sem Jakob hafði aflað sér. Þegar Laban kemst að flótta þeirra, saknar hann fyrst húsguðanna og þegar hann nær þeim, gerir hann fyrst og fremst leit að þeim, en [Rakel] tekst að fela þau.
1M. 31:21. | Þannig flýði hann með allt, sem hann átti. Og hann tók sig upp og fór yfir fljótið og stefndi á Gíleaðsfjöll. |
1M. 31:22. | Laban var sagt það á þriðja degi, að Jakob væri flúinn. |
1M. 31:23. | Þá tók hann frændur sína með sér og elti hann sjö dagleiðir og náði honum á Gíleaðsfjöllum. |
Hér grípur Guð inn í og segir við Laban í draumi:
1M. 31:24. | En Guð kom um nóttina til Labans hins arameíska í
draumi og sagði við hann: "Gæt þín, að þú mælir ekkert styggðarorð til Jakobs." |
1M. 31:25. | Og Laban náði Jakob, sem hafði sett tjöld sín á fjöllunum, og Laban tjaldaði einnig á Gíleaðsfjöllum með frændum sínum. |
Nú lætur Laban sér nægja að átelja Jakob fyrir að blekkja sig og fara burt með dætur sínar og börn þeirra, en getur þess að lokum, að Guð hafi aðvarað sig að mæla ekkert styggðarorð við hann.
1M. 31:26. | Þá mælti Laban við Jakob: "Hvað hefir þú gjört, að þú skyldir blekkja mig og fara burt með dætur mínar, eins og þær væru herteknar? |
1M. 31:27. | Hví flýðir þú leynilega og blekktir mig og lést mig ekki af vita, svo að ég mætti fylgja þér á veg með fögnuði og söng, með bumbum og gígjum, |
1M. 31:28. | og leyfðir mér ekki að kyssa dætrasonu mína og dætur? Óviturlega hefir þér nú farist. |
1M. 31:29. | Það er á mínu valdi að gjöra yður illt, en Guð föður
yðar mælti svo við mig í nótt, er var: 'Gæt þín, að þú mælir ekkert styggðarorð til Jakobs.' |
1M. 31:30. | Og nú munt þú burt hafa farið, af því að þig fýsti svo mjög heim til föður þíns, en hví hefir þú stolið goðum mínum?" |
Jakob svarar og afsakar sig með því að hann hafi verið hræddur um að hann tæki frá honum konurnar, en hann vissi ekki að [Rakel] hafði rænt húsguðunum frá föður þeirra.
Laban fann ekki húsguðina, þótt hann leitaði vandlega í tjöldunum. En Rakel sat á húsguðunum í söðlum sínum á baki úlfaldana og taldi sig ekki geta farið af baki þar sem illa stæði á fyrir henni sem konu. Hér bjargar hún sér með lygi.
1M. 31:31. | Þá svaraði Jakob og mælti til Labans: "Af því að ég var hræddur, því að ég hugsaði, að þú kynnir að slíta dætur þínar frá mér. |
1M. 31:32. | En sá skal ekki lífi halda, sem þú finnur hjá goð þín.
Rannsaka þú í viðurvist frænda vorra, hvað hjá mér er af þínu, og tak
það til þín." En Jakob vissi ekki, að Rakel hafði stolið þeim. |
1M. 31:33. | Laban gekk í tjald Jakobs og tjald Leu og í tjald beggja ambáttanna, en fann ekkert. Og hann fór út úr tjaldi Leu og gekk í tjald Rakelar. |
1M. 31:34. | En Rakel hafði tekið húsgoðin og lagt þau í úlfaldasöðulinn og setst ofan á þau. Og Laban leitaði vandlega í öllu tjaldinu og fann ekkert. |
1M. 31:35. | Og hún sagði við föður sinn: "Herra minn, reiðstu ekki, þótt ég geti ekki staðið upp fyrir þér, því að mér fer að eðlisháttum kvenna." Og hann leitaði og fann ekki húsgoðin. |
Nú reiddist Jakob og sagði það sem honum bjó í brjósti um viðskipti sín við Laban.
1M. 31:36. | Þá reiddist Jakob og átaldi Laban og sagði við Laban: "Hvað hefi ég misgjört, hvað hefi ég brotið, að þú eltir mig svo ákaflega? |
1M. 31:37. | Þú hefir leitað vandlega í öllum farangri mínum; hvað hefir þú fundið af öllum þínum búshlutum? Legg það hér fram í viðurvist frænda minna og frænda þinna, að þeir dæmi okkar í milli. |
1M. 31:38. | Ég hefi nú hjá þér verið í tuttugu ár. Ær þínar og geitur hafa ekki látið lömbunum, og hrúta hjarðar þinnar hefi ég ekki etið. |
1M. 31:39. | Það sem dýrrifið var, bar ég ekki heim til þín, það bætti ég sjálfur, þú krafðist þess af mér, hvort sem það hafði verið tekið á degi eða nóttu. |
1M. 31:40. | Ég átti þá ævi, að á daginn þjakaði mér hiti og á nóttinni kuldi, og eigi kom mér svefn á augu. |
1M. 31:41. | Í tuttugu ár hefi ég nú verið á heimili þínu. Hefi ég þjónað þér í fjórtán ár fyrir báðar dætur þínar og í sex ár fyrir hjörð þína, og þú hefir breytt kaupi mínu tíu sinnum. |
1M. 31:42. | Hefði ekki Guð föður míns, Abrahams Guð og Ísaks ótti, liðsinnt mér, þá hefðir þú nú látið mig tómhentan burt fara. En Guð hefir séð þrautir mínar og strit handa minna, og hann hefir dóm upp kveðið í nótt er var." |
Laban mun hafa séð, að Jakob hafði rétt fyrir sér og var þess líka minnugur, sem Drottinn hafði birt honum í daumi. Það sjáum við í næsta kafla.
Sáttmáli Jakobs og Labans
31:43-32:2
1M. 31:43. | Þá svaraði Laban og sagði við Jakob: "Dæturnar eru mínar dætur og börnin eru mín börn og hjörðin er mín hjörð, og allt, sem þú sér, heyrir mér til. En hvað skyldi ég gjöra þessum dætrum mínum í dag, eða börnum þeirra, sem þær hafa alið? |
1M. 31:44. | Gott og vel, við skulum gjöra sáttmála, ég og þú, og hann skal vera vitnisburður milli mín og þín." |
1M. 31:45. | Þá tók Jakob stein og reisti hann upp til merkis. |
1M. 31:46. | Og Jakob sagði við frændur sína: "Berið að steina." Og þeir báru að steina og gjörðu grjótvörðu, og þeir mötuðust þar á grjótvörðunni. |
1M. 31:47. | Og Laban kallaði hana Jegar Sahadúta, en Jakob kallaði hana Galeð. |
1M. 31:48. | Og Laban mælti: "Þessi varða skal vera vitni í dag milli mín og þín." Fyrir því kallaði hann hana Galeð, |
1M. 31:49. | og Mispa, með því að hann sagði: "Drottinn sé á verði milli mín og þín, þá er við skiljum. |
1M. 31:50. | Ef þú misþyrmir dætrum mínum og ef þú tekur þér fleiri konur auk dætra minna, þá gæt þess, að þótt enginn maður sé hjá okkur, er Guð samt vitni milli mín og þín." |
1M. 31:51. | Og Laban sagði við Jakob: "Sjá þessa vörðu og sjá þennan merkisstein, sem ég hefi reist upp milli mín og þín! |
1M. 31:52. | Þessi varða sé vitni þess og þessi merkissteinn vottur þess, að hvorki skal ég ganga fram hjá þessari vörðu til þín né þú ganga fram hjá þessari vörðu og þessum merkissteini til mín með illt í huga. |
1M. 31:53. | Guð Abrahams og Guð Nahors, Guð föður þeirra, dæmi
milli okkar." Og Jakob sór við ótta Ísaks föður síns. |
1M. 31:54. | Og Jakob slátraði fórnardýrum á fjallinu og bauð frændum sínum til máltíðar, og þeir mötuðust og voru á fjallinu um nóttina. |
1M. 31:55. | Laban reis árla næsta morgun og minntist við sonu sína og dætur og blessaði þau. Því næst hélt Laban af stað og hvarf aftur heim til sín. |
Laban telur sig eiga bæði dæturnar (sem hann hafði "selt Jakobi") og börn þeirra, en þorir ekki að standa fast á því og býður Jakobi, að þeir geri með sér sáttmála. Þeir undirbúa sáttmálsgerðina með því að gera grjótvörðu, sem á að minna á sáttmála þeirra. Þar sættast þeir og Jakob slátrar fórnardýrum á fjallinu og býður frændum sínum til máltíðar, og þeir mötuðust og voru á fjallinu alla nóttina.
Laban reis árla næsta morgun kyssti sonu sína og dætur að skilnaði og blessaði þau. Því næst hélt Laban af stað og hvarf aftur heim til sín.
1M. 32:1. | Jakob fór leiðar sinnar. Mættu honum þá englar Guðs. |
1M. 32:2. | Og er Jakob sá þá, mælti hann: "Þetta eru herbúðir Guðs." Og hann nefndi þennan stað Mahanaím. |
Þessi tvö vers virðast vera eins og spádómur um það, sem nú kemur til með að mæta Jakob á ferðum hans í næsta þætti, þar sem hann virðist vera í herbúðum Guðs, en þar þarf Jakob að glíma við óttann við að mæta bróður sínum og glíma við Guð á sinn hátt.
Jakob býst til að mæta Esaú
32:3-42
1M. 32:3. | Jakob gjörði sendimenn á undan sér til Esaú bróður síns til Seír-lands, Edómhéraðs. |
1M. 32:4. | Og hann bauð þeim og sagði: "Segið svo herra mínum Esaú: 'Svo segir þjónn þinn Jakob: --Ég hefi dvalið hjá Laban og verið þar allt til þessa. |
1M. 32:5. | Og ég hefi eignast uxa, asna og sauði, þræla og ambáttir, og sendi ég nú til herra míns að láta hann vita það, svo að ég megi finna náð í augum þínum.'" |
Ég býst við, að ýmsir vilji líta á þessa orðsendingu sem blekkingu, til þess að mýkja hug bróðurins, en framhaldiðbendir aftur á móti til þess, að einlægur vilji sé hjá Jakobað ná sættum við bróður sinn. Þótt hann í þessari orðsendinguauðmýki sig sem þjón bróður síns, er þeim báðum það ljóst, aðsú blessum, sem Jakob fékk hjá föður þeirra verður ekki rofin: Jakob hlaut af föður sínum forystuhlutverk ættarinnar.
1M. 32:6. | Sendimennirnir komu aftur til Jakobs og sögðu: "Vér komum til Esaú bróður þíns. Hann er sjálfur á leiðinni á móti þér og fjögur hundruð manns með honum." |
1M. 32:7. | Þá varð Jakob mjög hræddur og kvíðafullur. Og hann skipti mönnunum, sem með honum voru, og sauðunum, nautunum og úlföldunum í tvo flokka. |
1M. 32:8. | Og hann hugsaði: "Þó að Esaú ráðist á annan flokkinn og strádrepi hann, þá getur samt hinn flokkurinn komist undan." |
Hvað gerir Jakob, þegar hann er að gera þessar varúðarráðstafanir?
Hann biður til Guðs í auðmýkt og einlægni.
1M. 32:9. | Og Jakob sagði: "Guð Abrahams föður míns og Guð Ísaks föður míns, Drottinn, þú sem sagðir við mig: 'Hverf heim aftur til lands þíns og til ættfólks þíns, og ég mun gjöra vel við þig,' -- |
1M. 32:10. | ómaklegur er ég allrar þeirrar miskunnar og allrar þeirrar trúfesti, sem þú hefir auðsýnt þjóni þínum. Því að með stafinn minn einn fór ég þá yfir Jórdan, en nú á ég yfir tveim flokkum að ráða. |
1M. 32:11. | Æ, frelsa mig undan valdi bróður míns, undan valdi Esaú, því að ég óttast hann, að hann komi og höggvi oss niður sem hráviði. |
1M. 32:12. | Og þú hefir sjálfur sagt: 'Ég mun vissulega gjöra vel við þig og gjöra niðja þína sem sand á sjávarströndu, er eigi verður talinn fyrir fjölda sakir.'" |
Glöggir menn munu sjálfsagt gera athugasemd við þessa bæn: Var ekki Guð búinnn að heita Jakob blessun og vernd, einsog fram kemur í bæninni?
Jú, vissulega. En líttu í eigin barm. Hverju er Drottinn búinn að lofa þér í samfélaginu við Jesú Krist? Sagði hann ekki:
Efast þú um, að hann sé með þér, þegar allt virðist vonlaust? Treystir þú öllum fyrirheitum Guðs í Biblíunni? Jakob minnti Guð á fyrirheitin, loforð Guðs. Það mátt þú líka gera í þínum erfiðleikum.Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar?(Mt. 28:20)
1M. 32:13. | Og hann var þar þá nótt. Og hann tók gjöf handa Esaú bróður sínum af því, sem hann hafði eignast: |
1M. 32:14. | tvö hundruð geitur og tuttugu geithafra, tvö hundruð ásauðar og tuttugu hrúta, |
1M. 32:15. | þrjátíu úlfaldahryssur með folöldum, fjörutíu kýr og tíu griðunga, tuttugu ösnur og tíu ösnufola. |
1M. 32:16. | Og hann fékk þetta í hendur þjónum sínum, hverja hjörð út
af fyrir sig, og mælti við þjóna sína: "Farið á undan mér og látið vera bil á milli hjarðanna." |
1M. 32:17. | Og þeim, sem fyrstur fór, bauð hann á þessa leið: "Þegar Esaú bróðir minn mætir þér og spyr þig og segir: 'Hvers maður ert þú og hvert ætlar þú að fara og hver á þetta, sem þú rekur á undan þér?' |
1M. 32:18. | þá skaltu segja: 'Þjónn þinn Jakob á það. Það er gjöf, sem hann sendir herra mínum Esaú. Og sjá, hann er sjálfur hér á eftir oss.'" |
1M. 32:19. | Á sömu leið bauð hann hinum öðrum og þriðja og öllum þeim, sem hjarðirnar ráku, og mælti: "Þannig skuluð þér tala við Esaú, þegar þér hittið hann. |
1M. 32:20. | Og þér skuluð einnig segja: 'Sjá, þjónn þinn Jakob kemur sjálfur á eftir oss.'" Því að hann hugsaði: "Ég ætla að blíðka hann með gjöfinni, sem fer á undan mér. Því næst vil ég sjá hann. Vera má, að hann taki mér þá blíðlega." |
1M. 32:21. | Þannig fór gjöfin á undan honum, en sjálfur var hann þessa nótt í herbúðunum. |
[Þetta þarf ekki sérstakra skýringa við.]
Jakobsglíman
32:21-32
1M. 32:22. | Og Jakob lagði af stað um nóttina og tók báðar konur sínar og báðar ambáttir sínar og ellefu sonu sína og fór yfir Jabbok á vaðinu. |
1M. 32:23. | Og hann tók þau og fór með þau yfir ána. Og hann fór yfir um með allt, sem hann átti. |
1M. 32:24. | Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann upp. |
1M. 32:25. | Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, laust hann hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnakörlunum, er hann glímdi við hann. |
1M. 32:26. | Þá mælti hinn: "Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún." En hann svaraði: "Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig." |
1M. 32:27. | Þá sagði hann við hann: "Hvað heitir þú?" Hann svaraði: "Jakob." |
1M. 32:28. | Þá mælti hann: "Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur." |
1M. 32:29. | Og Jakob spurði hann og mælti: "Seg mér heiti þitt." En hann svaraði: "Hvers vegna spyr þú mig að heiti?" Og hann blessaði hann þar. |
1M. 32:30. | Og Jakob nefndi þennan stað Peníel, "því að ég hefi," kvað hann, "séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi." |
1M. 32:31. | Og er hann fór frá Penúel, rann sólin upp. Var hann þá haltur í mjöðminni. |
1M. 32:32. | Fyrir því eta Ísraelsmenn allt til þessa dags ekki sinina, sem er ofan á augnakarlinum, því að hann hitti mjöðm Jakobs þar sem sinin er undir. |
Þessi frásögn sem við lásum hefur fyrst og fremst táknrænt gildi, en lýsir hvernig andleg barátta getur komið niður á líkama mannsins. Ég býst við því, að þeir, sem hafa háð mikla andlega baráttu í samskiptum við Guðm beri þess merki á líkama sínum á einn eða annan hátt.
Glímuna við Guð þekkja margir, einkum á vakningatímum og eins, þegar barist er við mikil vandamál frammi fyrir Guði, eins og Jakob hefur gert þessa nótt.
Þekkir þú þessa baráttu í þínu lífi? Hefur þú aldrei "glímt við Guð"? Margir gera það grátandi.
Jakob vildi ekki sleppa þeim sem við hann glímdi, þrátt fyrir mikla baráttu alla nóttina. En það var ekki bara Jakob,sem glímdi við Guð, heldur var Guð að glíma við Jakob. Guð þurfti að móta hann eftir sínum vilja. Slíkt gerist aðallega á erfiðleika- og baráttustundum. Ég býst við að þú þekkir það af eigin reynslu, ef þú átt lifandi samfélag við Guð.
Jakob þráði blessun Guðs. Gerir þú það ekki líka? Lokaorð hans voru því:
Ég sleppi þér ekki nema þú blessir mig.Nú er það Guð, sem spyr hann að heiti í þeim tilgangi að gefa honum nýtt nafn í samræmi við þá blessun sem Guð veitir honum með blessun sinni. Það heiti er Ísrael, sem merkir:
Sá sem berst með Guði, eða
Barátta Guðs.
Jakob gefur staðnum nafnið Peníel eða Penúel, sem merkir
Auglit Guðs
. Það var trú Ísraelsmanna, að enginn gæti séð
Guð og haldið lífi, en nú hafði það gerst, (Jakob) Ísrael til blessunar.
Helta Jakobs mun líka hafa verið sýnileg, því Ísraelsmenn hafa þá
matarvenju enn í dag, að eta ekki sinina, sem er ofaná augnakarlinum á
kjötinu, sem þeir neyta.