BIBLÍUSKÝRINGAR
Rómverjabréfið
7. lestur: 9.-11. kapítuli
Ísrael og Kristur
Ísrael og fagnaðarerindið
9:1-18
Rm. 9:1. | Ég tala sannleika í Kristi, ég lýg ekki. Samviska mín vitnar það með mér, upplýst af heilögum anda, |
Rm. 9:2. | að ég hef hryggð mikla og sífellda kvöl í hjarta mínu. |
Rm. 9:3. | Ég gæti óskað, að mér væri sjálfum útskúfað frá Kristi, ef það yrði til heilla fyrir bræður mína og ættmenn, |
Rm. 9:4. | Ísraelsmenn. Þeir fengu sonarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin. |
Rm. 9:5. | Þeim tilheyra og feðurnir, og af þeim er Kristur kominn sem
maður, hann sem er yfir öllu, Guð, blessaður um aldir. Amen. |
Hér sjáum við hvað það hefur verið sárt fyrir Pál postula, sem var sannur Gyðingur, þótt hann væri ekki fæddur í því landi, að hugsa til andstöðu og fjandskapar Gyðinganna gagnvart þeim, sem höfðu skynjað að Jesús var hinn fyrirheitni Messías.
Rm. 9:6. | Það er ekki svo sem Guðs orð hafi brugðist. Því að ekki eru allir þeir Ísraelsmenn, sem af Ísrael eru komnir. |
Rm. 9:7. | Ekki eru heldur allir börn Abrahams, þótt þeir séu niðjar hans, heldur: "Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir." [Tilv. 7-1] |
Rm. 9:8. | Það merkir: Ekki eru líkamlegir afkomendur hans Guðs börn, heldur teljast fyrirheitsbörnin sannir niðjar. |
Rm. 9:9. | Því að þetta orð er fyrirheit: "Í þetta mund mun ég aftur koma, og þá skal Sara hafa son alið." |
Rm. 9:10. | Og ekki nóg með það. Þ2ví var líka svo farið með Rebekku. Hún var þunguð að tveim sveinum af eins manns völdum, Ísaks föður vors. |
Rm. 9:11. | Nú, til þess að það stæði stöðugt, að ákvörðun Guðs um útvalningu væri óháð verkunum og öll komin undir vilja þess, er kallar, |
Rm. 9:12. | þá var henni sagt, áður en sveinarnir voru fæddir og áður en þeir höfðu aðhafst gott eða illt: "Hinn eldri skal þjóna hinum yngri." |
Rm. 9:13. | Eins og ritað er: "Jakob elskaði ég, en Esaú hataði ég." |
[Tilv. 7-1]: Sjá: 1. Mós. 1:12.
Til baka í texta.
Ég hef áður gert grein fyrir merkinguni í orðinu að hata, en það merkir í Biblíunni að vera minna metinn, að annar sé tekinn fram yfir, eða að annað sé tekið fram yfir. [Aths. 7-1.]
Rm. 9:14. | Hvað eigum vér þá að segja? Er Guð óréttvís? Fjarri fer því. |
Rm. 9:15. | Því hann segir við Móse: "Ég mun miskunna þeim, sem ég vil miskunna, og líkna þeim, sem ég vil líkna." [Tilvís. 7-2] |
Rm. 9:16. | Það er því ekki komið undir vilja mannsins né áreynslu, heldur Guði, sem miskunnar. |
Rm. 9:17. | Því er í Ritningunni sagt við Faraó: "Einmitt til þess hóf ég þig, að ég fengi sýnt mátt minn á þér og nafn mitt yrði boðað um alla jörðina." [Tilvís. 7-3.] |
Rm. 9:18. | Svo miskunnar hann þá þeim, sem hann vill, en forherðir þann, sem hann vill. |
[Tilvís. 7-2]: 2. Mós. 33:19.
Til baka í texta.
[Tilvís. 7-3]: 2. Mós. 9:16.
Til baka í texta.
Guð auglýsir ríkdóm dýrðar sinnar
9:19-33
Rm. 9:19. | Þú munt nú vilja segja við mig: "Hvað er hann þá að ásaka oss framar? Hver fær staðið gegn vilja hans?" |
Rm. 9:20. | Hver ert þú, maður, að þú skulir deila á Guð? Hvort mundi smíðisgripurinn segja við smiðinn: "Hví gjörðir þú mig svona?" |
Rm. 9:21. | Eða hefur ekki leirkerasmiðurinn leirinn á valdi sínu, svo að hann megi gjöra úr sama deiginu ker til sæmdar og annað til vansæmdar? |
Rm. 9:22. | En ef nú Guð, sem vildi sýna reiði sína og auglýsa mátt sinn, hefur með miklu langlyndi umborið ker reiðinnar, sem búin eru til glötunar, |
Rm. 9:23. | og ef hann hefur gjört það til þess að auglýsa ríkdóm dýrðar sinnar á kerum miskunnarinnar, sem hann hafði fyrirfram búið til dýrðar? |
Rm. 9:24. | Slík ker erum vér, sem hann hefur kallað, ekki aðeins úr flokki Gyðinga, heldur og úr flokki heiðingja. |
Rm. 9:25. | Eins og hann líka segir hjá Hósea:
|
Rm. 9:26. |
|
Gyðingar voru miklir leirkerasmiðir. Páll notar því leirkerasmíðina til þess að gera Gyðingum í Róm það ljóst, að eins og leirkerin eru misjöfn og mörg svo mislukkuð að smiðurinn verður að endurvinna kerin, en hann hefur allt í hendi sinni. Þannig hefur Guð allt í hendi sinni gagnvart hverjum einasta einstaklingi eftir eigin geðþótta. Mennirnir hafa brugðist Guði, sem er eins og leirkerasmiðurinn.
Leirkerin sem áttu að verða honum til dýrðar, urðu honum til vansæmdar. Þannig útskýrir Páll reiði Guðs yfir mönnunum og þó sérstaklega yfir Gyðingum svo að Guð neyðist til að tortíma meirihluta þjóðarinnar og bjarga aðeins litlum hluta hennar. Allt þetta er komið fram á tæpum 2000 árum.
Á því tímabili er tími heiðingjanna að þekkja Guð, -- tími kristniboðsins meðal heiðingjanna, sem enn stendur yfir og við Íslendingar höfum ofurlítið tekið þátt í, bæði í Asíu -- í Kína og í Afríku -- í Eþíópíu og Kenía.
Rm. 9:27. | En Jesaja hrópar yfir Ísrael: "Þótt tala Ísraels sona væri eins og sandur sjávarins, þá skulu leifar einar frelsaðar verða. |
Rm. 9:28. | Drottinn mun gjöra upp reikning sinn á jörðunni, binda enda á hann og ljúka við hann í skyndi," |
Rm. 9:29. | og eins hefur Jesaja sagt: "Ef Drottinn hersveitanna hefði ekki látið oss eftir niðja, værum vér orðnir eins og Sódóma, vér værum líkir Gómorru." |
Rm. 9:30. | Hvað eigum vér þá að segja? Heiðingjarnir, sem ekki sóttust eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti, -- réttlæti, sem er af trú. |
Rm. 9:31. | En Ísrael, sem vildi halda lögmál er veitt gæti réttlæti, náði því ekki. |
Rm. 9:32. | Hvers vegna? Af því að þeir ætluðu sér að réttlætast með verkum, ekki af trú. Þeir hnutu um ásteytingarsteininn, |
Þessum þætti lýkur með spádómsorðum Jesaja 28:16, þar sem hann spáir komu Messíasar sem ásteytingarsteini fyrir þjóð sína fyrst og fremst:
Rm. 9:33. | eins og ritað er:
|
Þessi ásteitingarsteinn var Jesús Kristur. Mestur hluti þjóðarinnar
hneykslaðist á honum og hrópaði Krossfestu, krossfestu hann!
En hann var samt björgunin: Sérhver sem á hann trúir, mun ekki verða
til skammar.
Fram að þessum tíma hafa Gyðingarnir staðið gegn kristindómnum, en nú virðist vera að rofa til. Nú er leyfilegt að selja Nýjatestamentið í bókabúðum í Gyðingalandi og það virðist vera vakning í aðsigi.
Ísrael og fagnaðarerindið
10:1-21
Rm. 10:1. | Bræður, það er hjartans ósk mín og bæn til Guðs, að þeir megi hólpnir verða. |
Rm. 10:2. | Það ber ég þeim, að þeir eru kappsfullir Guðs vegna, en ekki með réttum skilningi. |
Rm. 10:3. | Með því þeir þekkja ekki réttlæti Guðs og leitast við að koma til vegar eigin réttlæti, hafa þeir ekki gefið sig undir réttlæti Guðs. |
Réttlæti Guðs var og er réttlæti fyrir trú en ekki af verkunum einum saman. Abraham réttlættist fyrir trú. Lærisveinar Jesú réttlættust fyrir trú. Réttlæting er fólgin í algerri fyrirgefningu og að taka í móti sakleysi þess, sem syndlaus er, - sakleysi Jesú Krists fyrir trú á hann. Þetta er kjarni kristindómsins, sem leysti Martein Lúther úr fjötrum sjálfsásakana og sjálfspyntinga í klausturlifnaðinum, svo að hann varð frjáls og fagnandi lærisveinn Jesú Krists og brautryðjandi lifandi kristindóms.
Sjáið hér hve rangur eða réttur skilningur á grundvallaratriðum kristindómsins
skiptir sköpum. Það gerist ekki síður í hinum svokölluðu kristnu löndum
,
en á meðal Gyðinganna bæði þá og nú. Sjáið hve Páll fer mildilega að því að
leiða Gyðingunum í Róm þetta fyrir sjónir.
Rm. 10:4. | En Kristur er endalok lögmálsins, svo að nú réttlætist sérhver sá, sem trúir. |
Með upprisu Jesú hefst nýr tími: Kristur er endalok lögmálsins, sem drottnandi og deyðandi afli. En boðorðin tíu og kærleiksboðorðið heldur áfram að vera til sem viðmiðun og leiðarvísir fyrir lærisveina Jesú, -- kristna menn, en í því er kjarni lögmálsins. Sú viðmiðun er kristnum mönnum nauðsyn til að meta hvað er synd. Kristinn maður getur út frá boðorðunum dæmt sjálfan sig og séð synd sína og þörf fyrir að biðja Guð daglegrar fyrirgefningar, eins og Jesús kenndi í bæninni: Faðir vor. Það er meðal við hroka hjartans, sem er í andstöðu við auðmýktina.
Rm. 10:5. | Því að Móse ritar um réttlætið, sem lögmálið veitir: "Sá maður, sem breytir eftir lögmálinu, mun lifa fyrir það." |
Flestir Gyðingar kepptust við að ná því marki að réttlætast af lögmálsverkum. Sumir töldu sig hafa náð því marki. Hinir samviskusömu voru óvissir um það eins og maðurinn sem spurði Jesú:
Meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf? (Lúk. 10:25.)
Jesús benti á boðorðin. Þessi maður hafði leitast við að breyta eftir þeim. Þá bauð Jesús honum að losa sig við auðæfin, sem hann mun hafa verið bundinn af, og fylgja sér. Leiðin til að öðlast eilíft líf, er að fylgja Jesú. Það er líka leiðin í dag. Það er orð trúarinnar sem Páll og hinir postularnir prédikuðu.
Rm. 10:6. | En réttlætið af trúnni mælir þannig: "Seg þú ekki í hjarta þínu: 'Hver mun fara upp í himininn?'" -- það er: til að sækja Krist ofan, -- |
Rm. 10:7. | "eða: 'Hver mun stíga niður í undirdjúpið?'" -- það er: til að sækja Krist upp frá dauðum. |
Rm. 10:8. | Hvað segir það svo? "Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu." Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum. |
Rm. 10:9. | Ef þú játar með munni þínum: "Jesús er Drottinn" -- og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. |
Rm. 10:10. | Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. |
Af þeim orðum, sem Páll vitnar í frá Gt. eru [orðin í 8. - 10. versi] mikilvægust í mínum huga:
"Nálægt þér er orðið í munni þínum og hjarta þínu." Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn -- og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.
Rm. 10:11. | Ritningin segir: "Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða." |
Rm. 10:12. | Ekki er munur á Gyðingi og grískum manni, því að hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla þá sem ákalla hann; |
Rm. 10:13. | því að "hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða." |
Rm. 10:14. | En hvernig eiga þeir að ákalla þann, sem þeir trúa ekki á? Og hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki? |
Rm. 10:15. | Og hver getur prédikað, nema hann sé sendur? Svo er og ritað: "Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnaðarboðin góðu." |
Síðan vitnar Páll í Jesaja:
Rm. 10:16. | En þeir hlýddu ekki allir fagnaðarerindinu. Jesaja
segir: "Drottinn, hver trúði því, sem vér boðuðum?" |
Þetta er líka sorgarefni Páls viðvíkjandi Gyðingum og fagnaðarerindi Jesú Krists. Út frá þessum spádómum kemur Páll með raunhæfa niðurstöðu, sem við skulum veita athygli:
Rm. 10:17. | Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists. |
Það sem við skulum sérstaklega festa okkur í minni, er að í þessum þætti er Páll að undirstrika að Jesús er Drottinn.
Öivind Andersen, fyrrverandi skólastjóri stoppar hér við, til að gefa skýringu á mikilvægi persónu Krists, sem öll kristin boðun hvílir á. Ég þýði hér dálítinn hafla um það með hans leyfi:
JESÚS KRISTUR -- JHVH.
Víða í Nt. er Jesús kallaður Drottinn. Hvað þýðir það?
Hugtakið er komið frá Gt. Þar er þýðing á hebreska orðinu JHVH. Enginn veit hvernig á að bera það fram og í Ísrael var það orð aldrei sagt. Í hvert skipti sem Ísraelsmaður þurfti að segja þetta orð, sagði hann
adonai, sem þýðir Drottinn [eðaHerra minn]. Þess vegna varð Drottinn þýðing á hebreska orðinu JHVH.Til þess að skilja hvað þetta merkir, þurfum við skýringar frá 2. Mós. 3. kap. Þar er sagt frá hvernig Drottinn kallaði Móse til þess hlutverks að bjarga Ísraelsmönnum frá Egyptalandi. Móse sér þyrnirunn í ljósum loga, án þess að brenna. Hann ætlar að fara nær og líta nánar á þetta furðlega fyrirbæri, þá hrópar
engill Drottinstil hans frá þyrnirunninum og segir honum að fara úr skónum, því að staðurinn sem hann standi á, sé heilagur.Þessi engill segir um sjálfan sig í 6. versi:
Ég er Drottinn Guð feðra yðar, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.
Þessi engill Drottins, sem talaði við Móse var því ekki skapaður engill, heldur Guð sjálfur í engils mynd. Hann kallar þarna Móse til að bjarga þjóð sinni. Móse hlýðir kallinu með nokkurri tregðu. Þá sagði Móse við Guð:Þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá:Guð feðra yðar sendi mig til yðarog þeir segja við mig:Hvert er nafn hans?Hverju á ég þá að svara þeim?
Þá kemur svar Drottins -- orðið, sem hefur sérstaka merkingu fyrir okkur:Þá sagði Guð við Móse:
ÉG ER sá sem ÉG ER.Svo skalt þú segja við þá:Drottinn, Guð feðra yðar, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, sendi mig til yðar.(14. v.)Þetta hebreska orð: ÉG ER -- yfirfært í þriðju persónu -- er JHVH. Það merkir: Sá sem er, sá sem alltaf hefur verið og sá sem verður alltaf. Það merkir GUÐ, sem allt líf felst í og allt líf kemur frá. Það er það heiti, sem Guð hefur gefið sjálfum sér, nafn, sem enginn getur skilið og enginn getur borið (rétt) fram, en Guð sjálfur hefur greinilega birt okkur í orði sínu.
Í Nýja testamentinu notar Jesú þetta orð um sig. Hann er Drottinn, hann sem opinberaðist fyrir Móse, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, hann sem gaf Móse lögmálstöflurnar á Sínaífjalli, hann er sjálfur maðurinn Jesús Kristur.
Nefnum nokkur dæmi um hvernig Jesús notar nafn um sjálfan sig:
Í Jóh. 8:58 lesum við:Jesús sagði við þá:Í Jóh. 8:24 segir Jesús:Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist er ég.(Í grunntextanum er orðaröðin ÉG ER).Því ef þér trúið ekki að ég sé ÉG ER, munuð þér deyja í syndum yðar.Þetta kemur fram á fleiri stöðum. Gyðingarnir skildu mjög vel, að með þessum orðum sagðist Jesús vera Guð. Þess vegna stóðu þeir spyrjandi frammi fyrir honum. Annað hvort hlaut hann að vera Guð -- og það var hann -- eða þá guðlastari. (Jóh. 10:31-33.)
Jesús var a.m.k. jafn mikil ráðgáta samtímamönnum sínum eins og hann er mörgum mönnum í dag. Þetta varpar ljósi á orð eins og t.d. í Kól. 2:6:
Þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið í honum.Sama gildir um 1. Kor. 12:3.Enginn getur sagt:Jesús er Drottinn!nema af heilögum anda.Nú skulum við líta á 9. versið í því sem við lásum í Róm. 10:9:
Ef þú játar með munni þínum:merkir það, að þú játir að hann sé Guð -- að Guð sé orðinn maður í Kristi -- og, eins og áður hefur verið nefnt, felur það meira í sér, því með því játar einstaklingurinn persónulega afstöðu til guðdóms Jesú Krists og játar hann sem Guð. Það er játning þess að þú trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum. Það er tjáning þess að eftir að Jesús hafi fullkomnað friðþægingarverk sitt, hafi hann farið til himins og tekið sér stöðu við hægri hönd föðurins og opinberað sig sem staðgengil okkar og talsmann. (Sbr, 8:24 og sjá einnig 1. Jóh. 2:1-2.)Jesús er Drottinn,Hér byggir kristinn maður játningu sína á veigamiklum atriðum, en það hefur líka miklar afleiðingar:
Þú munt verða hólpinn.Þetta rökstyður Páll í 10. versinu:
Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.(3. Róm. Ö.A. bls. 183-184.)
Allt frá hvítasunnudegi hafði náð Guðs opnast fyrir alla menn, en það tók nokkurn tíma að lærisveinarnir áttuðu sig á því, að það næði nema til Gyðinganna. Guð varð að gera átak með lærisveinana til þess að þeir skírðu menn sem ekki voru Gyðingar.
Fyrsti heiðinginn, sem skírður var samkvæmt Postulasögunni, var Eþíópíumaður, sem Filippus safnaðarstjóri skírði. Þá er líklegt, að meðal Samverjanna, sem áður voru skírðir, hafi verið heiðingjar. (Sjá Post. 8:16 og 26:38.)
Síðan leiddi Guð Pétur til að skíra fyrsta Rómverjann, Kornelíus og félaga hans eða heimamenn hans. (Sjá Post.10:48.)
Ritningin segir:Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.
Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists. (17.v.)
Það sem felst í orðinu trú
er miklu meira en að trúa einhverju,
t.d. því að Guð sé til og að Jesús hafi fæðst hér á jörð og orðið þar
frelsari, því margir leggja mismunandi skilning í það orð.
Trúin sem hér er átt við, er og margir kalla lifandi trú
,
er fullvissa um að Jesús sé sjálfur Guð, Guðssonurinn, sem var á himni
með föðurnum en fæddist inn í þennan heim til þess að lifa syndlausu
lífi og deyja friðþægingardauða á krossi fyrir alla menn sem á hann
trúa sem persónulegan frelsara sinn, og gefast honum
skylirðislaust. Þá skapar Guð trúna í hjarta mannsins með heilögum
anda sínum -- þessa lifandi trú.
Þannig er Guðs orð lifandi orð
, því það skapar trúna í hjarta
þess sem les það með opnum huga fyrir kraft heilags anda, sem starfar
í orðinu og boðuninni.
Rm. 10:18. | En ég spyr: Hafa þeir ekki heyrt? Jú, vissulega,
raust þeirra hefur borist út um alla jörðina og orð þeirra til endimarka heimsbyggðarinnar. |
Heimsbyggðin var þá Rómarveldið. Það sem eftir er af þessum þætti þarf ekki skýringa við.
Rm. 10:19. | Og ég spyr: Hvort skildi Ísrael það ekki? Fyrst segir
Móse:
Vekja vil ég yður til afbrýði gegn þjóð, sem ekki er þjóð, egna vil ég yður til reiði gegn óviturri þjóð. |
Rm. 10:20. | Og Jesaja er svo djarfmáll að segja:
Ég hef látið þá finna mig, sem leituðu mín ekki. Ég er orðinn augljós þeim, sem spurðu ekki að mér. |
Rm. 10:21. | En við Ísrael segir hann:
Allan daginn breiddi ég út hendur mínar móti óhlýðnum og þverbrotnum lýð. |
Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum
11:1-12
Rm. 11:1a. | Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? |
Hér hefst mjög eftirtektarverður þáttur um Gyðingana. Páll svarar spurningunni sjálfur:
Rm. 11:1b. | Fjarri fer því. Sjálfur er ég Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. |
Rm. 11:2. | Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum, sem hann þekkti fyrirfram. Eða vitið þér ekki, hvað Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvernig hann kemur fram fyrir Guð með kæru á hendur Ísrael: |
Rm. 11:3. | Drottinn, spámenn þína hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín og ég er einn skilinn eftir, og þeir sitja um líf mitt. |
Rm. 11:4. | En hvaða svar fær hann hjá Guði?
Sjálfum mér hef ég eftir skilið sjö þúsundir manna, sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal. |
Hinir höfði lært að trúa á Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.
Rm. 11:5. | Svo eru þá líka á vorum tíma leifar orðnar eftir, sem Guð hefur útvalið af náð. |
Rm. 11:6. | En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri náðin ekki framar náð. |
Rm. 11:7. | Hvað þá? Það sem Ísrael sækist eftir, það hlotnaðist honum ekki, en hinum útvöldu hlotnaðist það. Hinir urðu forhertir, |
Rm. 11:8. | eins og ritað er:
|
Rm. 11:9. | Og Davíð segir:
|
Rm. 11:10. |
|
Rm. 11:11. | Þá spyr ég: Hvort hrösuðu þeir til þess að þeir skyldu farast? Fjarri fer því, heldur hlotnaðist heiðingjunum hjálpræðið af falli þeirra, til þess að það skyldi vekja þá til afbrýði. |
Rm. 11:12. | En ef fall þeirra er heiminum auður og tjón þeirra heiðingjum auður, hve miklu fremur þá ef þeir koma allir? |
Þessi örlög þjóðarinnar voru afleiðing fráhvarfs Gyðinga frá Guði, meira að segja löngu áður en Jesú kom í heiminn. Meiri hluti þjóðarinnar var haldinn þeirri villu, sem spádómarnir fjölluðu um. Gyðingarnir voru undir þessum dómi, þegar Jesús kom hér að jörð og eru það enn í dag. En bölvunin er ekki varanleg allt til endaloka og fram til þess tíma að þjóðin áttar sig á, að Jesús var hinn fyrirheitni Messías, höfum við tæækifæri og tíma til að leiða heiðingjana til lifandi trúar og að kristna nýjar kynslóðir á okkar landi. Í lok þess náðartíma, vaknar Ísraelsþjóðin og tekur á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum.
Hjá Gyðingum hafa nú á síðustu orðið svo miklar breytingar viðvíkjandi kristindómi, að það gæti bent til þess að nú sé þessi tími að koma.
Rótin og greinarnar
11:13-24
Rm. 11:13. | En við yður, þér heiðingjar, segi ég: Að því leyti sem ég er postuli heiðingja, vegsama ég þjónustu mína. |
Rm. 11:14. | Ég gæti ef til vill vakið afbrýði hjá ættmönnum mínum og frelsað einhverja þeirra. |
Rm. 11:15. | Því ef það varð sáttargjörð fyrir heiminn, að þeim var hafnað, hvað verður þá upptaka þeirra annað en líf af dauðum? |
Rm. 11:16. | Ef frumgróðinn er heilagur, þá er einnig deigið það. Og ef rótin er heilög, þá eru einnig greinarnar það. |
Frumgróðinn var fyrsta kornuppskera ársins. Frumgróði kristninnar varð til hinn fyrsta hvítasunnudag, þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og hinir fyrstu voru skírðir, fylltir andanum.
Frumgróðinn er uppskeran af sæðinu, Orði Guðs, sem við eigum í Biblíunni. Rótarkvisturinn er á sama hátt Jesús Kristur. Spádóm Jesaja um rótarkvistinn úr þurri jörð þekktu allir Gyðingar, Jes. 53. kap.:
Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti [Guðs], eins og rótarkvistur úr þurri jörð.Þetta var spádómurinn um hinn komandi og líðandi Messías. Lesið áfram þann kapítula til enda.[Aths.7-2]
Hér talar Páll til kristnu Rómverjanna, þar sem hann sér ráðsályktun Guðs í fráhvarfi Gyðinganna. Hann virðist aðeins hafa veika von um að nokkrir af ættmönnum hans frelsist á yfirstandandi tíma fyrir boðskap hans og annarra kristinna manna. Það reyndist líka rétt.
Páll sér það líka fyrir sér, að það hafi verið vegna heiðingjanna að Gyðingjum var hafnað -- að þeir hafi verið settir hjá í bili -- sem nú er orðinn býsna langur tími -- en Guð taki þá aftur í sátt, sem hlýtur að koma fram í því að það ljúkist upp fyrir Gyðingum, að Jesús sé sá Massías, sem þeim var spáð og ríki hans sé andlegt ríki, andlegt heimsveldi.
Rm. 11:17. | En þótt nokkrar af greinunum hafi verið brotnar af, og hafir þú, sem ert villiolíuviður, verið græddur inn á meðal þeirra og sért orðinn hluttakandi með þeim í rótarsafa olíuviðarins, |
Rm. 11:18. | þá stær þig ekki gegn greinunum. Ef þú stærir þig, þá vit, að þú berð ekki rótina, heldur rótin þig. |
Páll líkir Ísrael við tré, þar sem greinarnar hafa verið brotnar af, sem er tákn um vantrú þeirra og bendir á ágræðslumöguleikann, sem Gyðingar hafa þekkt á þessum tímum, og notar þá líkingu um inntöku heiðingjanna sem ágræðslu inn á stofninn, sem nú er kristindómurinn.
Heiðingjarnir hafa nú verið græddir inn á stofninn, segir Páll. En við Rómverjana segir Páll:
Ísrael og fagnaðarerindið
9:1-18
Rm. 11:19. | Þú munt þá segja: Greinarnar voru brotnar af, til þess að ég yrði græddur við. |
Rm. 11:20. | Rétt er það. Fyrir sakir vantrúarinnar voru þær brotnar af, en vegna trúarinnar stendur þú. Hreyktu þér ekki upp, heldur óttast þú. |
Rm. 11:21. | Því að hafi Guð ekki þyrmt hinum náttúrlegu greinum, þá mun hann ekki heldur þyrma þér. |
Rm. 11:22. | Sjá því gæsku Guðs og strangleika, -- strangleika við þá, sem fallnir eru, en gæsku Guðs við þig, ef þú stendur stöðugur í gæskunni; annars verður þú einnig af höggvinn. |
Rm. 11:23. | En hinir munu og verða græddir við, ef þeir halda ekki áfram í vantrúnni, því að megnugur er Guð þess að græða þá aftur við. |
Við hina kristnu í Róm segir svo Páll:
Rm. 11:24. | Þú varst höggvinn af þeim olíuviði, sem eftir eðli sínu var villiviður, og ert gegn eðli náttúrunnar græddur við ræktaðan olíuvið. Hve miklu fremur munu þá þessar náttúrlegu greinar verða græddar við eigin olíuvið? |
Guð bíður eftir því í náð sinni, að Gyðingarnir snúi sér og taki á móti Jesú sem frelsara sínum og hinum fyrirheitna Messíasi. Það er auðséð á þessu síðasta versi í þessum þætti.
Ísrael mun frelsaður verða
11:25-36
Rm. 11:25. | Ég vil ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þennan leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla yður hyggna. Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn. |
Rm. 11:26. | Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða, eins
og ritað er:
|
Rm. 11:27. |
|
Hér er spádómur um frelsun Guðinganna, þegar tími heiðingjanna, þ.e. allra annarra manna, er liðinn. Nánari skýring á því kemur í næsta versi:
Rm. 11:28. | Í ljósi fagnaðarerindisins eru þeir [Aths.7-3] óvinir Guðs vegna yðar,[Aths.7-4] en í ljósi útvalningarinnar elskaðir sakir feðranna. |
Rm. 11:29. | Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar. |
Rm. 11:30. | Þér voruð fyrrum óhlýðnir Guði, en hafið nú hlotið miskunn vegna óhlýðni þeirra. |
Rm. 11:31. | Þannig hafa þeir nú líka orðið óhlýðnir, til þess að einnig þeim mætti miskunnað verða fyrir miskunn þá, sem yður er veitt. |
Rm. 11:32. | Guð hefur gefið alla óhlýðninni á vald, til þess að hann geti miskunnað öllum. |
Þetta eru stórmerkilegar upplýsingar, enda dáist Páll að þeim og segir:
Rm. 11:33. | Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans! |
Hér hefur Páll lokið upp leyndardómi Guðs, auðsjáanlega eftir leiðsögn heilags anda, svo að kristnir menn ættu að vita, að staða þeirra í Guðs ríki er ekkert tryggari en staða Gyðinganna, sem vegna vantrúar sinnar var vikið til hliðar um takmarkaðan tíma, þar til Guð sviptir skýlunni af augum þeirra og þeir sjá, að Jesús var og er hinn fyrirheitni Messías og persónulegur frelsari þeirra, jafnskjótt og þeir veita honum viðtöku.
Þessi tími nálgast nú óðum.
Þessum kapítula lýkur því með lofgjörð til hins alvitra og dýrlega Drottins Guðs, sem öll tilveran á upphaf sitt í, sköpuð Guði til dýrðar:
Rm. 11:34. |
|
Rm. 11:35. |
|
Rm. 11:36. | Því að frá honum og fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. |
Aths. 7-1: Að hata hefur í Biblíunni í raun enn
sterkari þýðingu: að hafna einhverju fyrir annað eða að velja fremur annað
en það sem er "hatað".
[BBJ]
Til baka í texta.
[Aths.7-2] Þessi kafli, ljóðið um hinn líðandi
þjón Drottins, tekur yfir Jes. 52:13 - 53:12.
[BBJ]
Til baka í texta.
[Aths.7-3] Guðinganna.
Til baka í texta.
[Aths.7-4] Heiðingjanna, Rómverja.
Til baka í texta.